Sjá myndband við þetta lag HÉR á Tónlist.is
Lag: Utangarðsmenn, texti: Bubbi Morthnes
Einn í dag, annar á morgun
Armany föt eftir fyrstu borgun.
Seldu sálina, draumurinn bíður
blóðhitinn vellur, vellur og síður
gott, flott, gott engin leið að stoppa
eitt skref enn síðan að hoppa
maður eins og ég, maður eins og ég
maður eins og ég mun aldrei floppa.
Ég keyri um á jöklabana
dömur og seðlar verða að vana.
Ég er íslenski draumurinn, draumurinn dýri
ég er verðbréfaengill með guð undir stýri
gott, flott, gott engin leið að stoppa
eitt skref enn síðan að hoppa
maður eins og ég, maður eins og ég
maður eins og ég mun aldrei floppa.
Færin finnast í hrauni og mosa
fyrst læriru að ljúa, síðan að brosa.
Ég er íslenski draumurinn draumurinn dýri
ég er dís á uppleið með guð undir stýri
gott, flott, gott engin leið að stoppa
eitt skref enn síðan að hoppa
maður eins og ég, maður eins og ég
maður eins og ég mun aldrei floppa.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





