Lag og texti: Ómar Ragnarsson
Oh, sástu hvernig bergstálið varð að dufti!
Við stútuðum gljúfrinu! Vaaááá!!
Jabbadabbadú! Allir saman nú
Um allar trissur verður að virkja
landi og lýð til hagsældar
verktakana að styðja' og styrkja
landi og lýð til hagsældar
Gleður marga' að gröfur róti
landi og lýð til hagsældar
og Pólverja að púla' í grjóti
landi og lýð til hagsældar
Kínverjar að kraka' í grjóti
landi og lýð til hagsældar
Dóra' og Dabba-dú! Græðum hér og nú
Efstu dölum á að drekkja
til þess að nýta landið vel
umhverfið þar allt að skekkja
til þess að nýta landið vel
hreindýrini að hrekja' á flótta
til þess að nýta landið vel
og heiðargæsum verður sótt að
til þess að nýta landið vel
háum fossum verður sótt að
til þess að nýta landið vel
Skúbbídúbbídú! Allir saman nú!
Stíflan há mun gljúfrið gleypa
til þess að forðast kreppuna
feikn af leir í lón þar steypa
til þess að forðast kreppuna
Á hverju ári æ á fullu
til þess að forðast kreppuna
átta milljón tonn af drullu
til þess að forðast kreppuna
átta milljón tonn af drullu
til þess að forðast kreppuna
Jabbadabbadú! Græðum hér og nú
Á nokkrum öldum allt mun fyllast
landi og lýð til hagsældar
leirinn fjúla, landið spillast
landi og lýð til hagsældar
aflvana virkjun, ýmsir snauðir
landi og lýð til hagsældar
og við líka löngu dauðir
landi og lýð til hagsældar
við líka löngu dauðir
landi og lýð til hagsældar
Jabbadabbadá! þótt menn tapi þá
Jabbadabbadú! Græðum hér og nú
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum