Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Dögun

„Þessi nýjasta afurð Bubba kemur út um miðja næstu viku. Platan verður vafalítið ein af þeim söluhæstu í ár. Þetta er skotheld skífa, hvort sem litið er á lagasmíðar, útsetningar eða annað. Helsti ókostur hennar liggur einmitt í þessu. Hún er eiginlega of pottþétt, of útreiknanleg. Þetta er Bubbi eins og við þekkjum hann. Þetta er Bubbi eins og flestir vilja hafa hann.“
(ÞJV í DV 14. nóvember 1987)

Árið 1986 hafði óneitanlega verið Bubba gjöfult en 1987 átti þó eftir að verða enn gjöfulla. Í ársbyrjun mátti sjá lög af Frelsi til sölu á öllum þeim vinsældarlistum sem birtir voru. MX-21 var óðum að skapa sér nafn sem ein besta rokksveit landsins og þegar Skyttan í flutningi þeirra kom út snemma árs 1987, titillag myndar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Skytturnar, voru margir á því að þar hefði Bubba enn og aftur tekist að gera eitt besta lagið á ferlinum. Allt gekk upp, jafnvel áróðursóður Valgeirs Guðjónssonar sem gerður var fyrir Landlæknisembættið um Vopn og Verjur sást í efsta sæti vinsældarlista Bylgjunnar. Bubbi hélt áfram að taka upp plötuna sem hann var að gera í Svíþjóð, kom fram með Blúshundunum auk þess að spila með MX-21. Hljómsveitin kom m.a. fram á lokakvöldi Músiktilrauna snemma árs, þar sem Bubbi ásamt viðstöddum hreifst af ungum gítarleikara í Bláa bílskúrsbandinu. Bubbi tók piltinn upp á sína arma og var mál manna að þar færi einn besti efniviður í gítarsnilling sem heyrst hafði í lengi. Þetta var Guðmundur Pétursson sem fl jótlega skapaði sér nafn sem einn besti gítarleikari landsins. Þá ferðaðist Bubbi um landið með Megasi og svona mætti áfram telja.

Eftir velgengni rokkplötunnar Frelsi til sölu sem selst hafði hraðar en nokkur plata Bubba fram til þessa, hefði þótt eðlilegt að vinna aðra plötu í svipuðum dúr. En Bubbi ákvað þess í stað að venda kvæði sínu í kross og blanda saman því sem hann hafði úr að spila, rokkaranum annarsvegar og trúbadornum hinsvegar. Eina markmiðið sem Bubbi setti sér var að þessi plata tæki öðrum plötum hans fram í gæðum, sama hvar á yrði litið. En hvaða mann fann hann sér til halds og trausts við gerð slíkrar plötu? Það kom aðeins einn til greina, maður sem þekkti Bubba nægilega vel og Bubbi treysti til verks á þessari stundu: Tómas M. Tómasson. Vinnuferlið var einfalt: Bubbi tók upp grunna með gítar og rödd, svokallað demó og þannig fékk Tómas lögin og bætti við öðrum hljóðfærum og hljóðum. Síðan mætti Bubbi í hljóðverið og söng lagið inn á nýjan leik. Útkoman varð Dögun, fyrsta eiginlega poppplata Bubba á ferlinum. Má bæta hér við að eitt þeirra laga sem Bubbi hljóðritaði á þessum tíma en var þá lagt til hliðar, Þjóðlag, var notað sem aukalag á geislaplötuútgáfu Frelsis til sölu. Það hefur nú verið flutt til síns heima og birtist á þessari útgáfu sem aukalag.

Bubbi hafði frá og með útgáfu Konu ákveðið að bæta textagerðar- og íslenskukunnáttu sína. Hann settist á skólabekk hjá Megasi og Silju Aðalsteinsdóttur og einsetti sér að læra lög og reglur íslenskrar bragfræði þar sem stuðlar og höfuðstafir, hálfrím og rímnafléttur, sonnettur og vikivakar opnuðu honum nýja heima. Lög og reglur bragfræðinnar voru langt frá því að hefta Bubba í textagerðinni, þvert á móti sá hann þetta sem nýja og skemmtilega leið þar sem hægt var að leika sér með hvert orð textans. Í stað þess að láta fyrstu útgáfu standa, eins og hann hafði gjarnan gert á upphafsárunum, gat hann nú umskrifað sama textann á ótal mismunandi vegu. Þetta nýtti Bubbi sér óspart og hvert lag og texti voru úthugsuð. Má til dæmis nefna titillagið/textann Dögun sem í upphafi hét Og ef þú og var þá við annað lag. Hann tók texta Dögunar og notaði lag sem hét Móna Lísa. Eftir sat lag frá Dögun og textinn um Mónu Lísu en Bjarni Arason fékk þessar leifar að láni og setti á fyrstu sólóplötu sína. Þar heitir lagið Undir tungunnar rót. Fleiri lög tóku breytingum á göngu sinni til Dögunar.

Í náminu hjá Silju og Megasi drakk Bubbi í sig ljóð frá ýmsum tímum og Ljóðasafn Magnúsar Ásgeirssonar, sem Bubbi hafði alla tíð heillast af, var hluti námsefnisins. Þó vísar af þessu námi sjáist á Frelsi til sölu er það á Dögun sem það skilar sér augljóslega. Eins ólíkar og þessar tvær plötur eru, eru þær tengdar, ekki aðeins í tíma, heldur einnig textalega því sú pólitíska hugmyndafræði sem hófst á Frelsi til sölu heldur hér áfram. Í þessu sambandi, svo ótrúlega sem það hljómar, má segja að tiltekið ljóð úr áðurnefndu safni Magnúsar sé lykillinn að textalegum þankagangi á Dögun: Ljóð Arnulfs Överland Þú mátt ekki sofa – 1936. Ljóðið er Bubba meira en hugleikið því hann nýtir sér kafl a í ljóðinu við gerð textans Bak við veggi martraðar og gott betur, því ljóðið ól augljóslega af sér hugmyndir að fl eiri textum sem síðar komu frá Bubba. Með Frelsi til sölu lét Bubbi fylgja brot út Fantasíu Jóhannesar Kjarval um hvalinn á fylgiblaðinu auk brots úr Mannréttindayfi rlýsingu Sameinuðu þjóðanna, en með Dögun fylgdi bæklingur frá Amnesty International auk þess sem Bubbi tileinkar þeim samtökum plötuna. Á útgáfudegi Dögunar 18. nóvember var efnt til blaðamannafundar í beinni útsendingu á Stjörnunni þar sem Bubba var afhent gullplata fyrir 10.000 eintaka sölu frá útgefanda. Með þessu varð Dögun hraðseldasta plata íslenskrar poppsögu og trónir enn á lista yfi r mest seldu plötur þeirrar sögu hér á landi – ástæðan er augljós.

Bárður Örn Bárðarson
Greinin hér fyrir ofan birtist fyrst í innleggi viðhafnarútgáfu plötunnar Dögum 2006

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.