Lag og texti: Bubbi Morthens
Í húsinu er eðla með átján þjóna
Á efstu hæðinni er gömul kona að prjóna
Og eitt herbergið geymir grafir ljótra orða
Og grasið í stofunni er til þess að borða
Hjartað í þér ólmast þú hrekkur í kút
Þú komst inn en kemst ekki út.
Múmíur á sterum stríði þér hóta
Eldhúsið er sláturhús þar beinin brjóta
Löggur á spítti sem spyrja sífellt þess sama
Í frystinum er freðin lappalaus dama
Heilinn er maríneraður maginn í hnút
Þú komst inn en kemst ekki út
Þú veist ekki vakandi sofandi neitt
Veröld þín með öllu var í gærkvöldi steikt
Af draugum sem skófu höfuð þitt hreint
Í gegnum blóðlitað mistrið gat enginn greint
Kreppta fingur um hníf eða flöskustút
Þú komst inn en þú kemst ekki út
Ljónin eru útdauð og gresjan er auð
Í staðinn gefur malbikið hýenum brauð
Og gammarnir grafa með sinn sköllótta haus
Gjafir dauðans þar til sálin verður laus
Við holdið og þú hrekkur í kút
Þú vaknar en kemst ekki út
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





