Lag og texti: Bubbi Morthens
Hvert fer maðurinn eftir ósigur sinn?
- Inn í ríki þeirra heiladauðu.
Þar englar ganga sjálfala út og inn.
Í myrkri lýsa augun rauðu.
Dýrið brosir, berar tennurnar.
Örskotsstund sérðu hendurnar
síðan algleymið svart.
Hvert fer maðurinn eftir ósigur sinn?
- Inn í kirkjuhúsin auðu.
Þar sem homminn ber krossinn minn.
og við altar lýsa augun rauðu.
Það er hvíslað þetta er bikarinn.
Þú sjálfur ert svikarinn.
Síðan algleymið svart.
Hvert fer maðurinn eftir ósigur sinn?
- Inn í myrkrið burt frá Guði.
Er það ekki eini tilgangurinn
að vera í stanslausu stuði?
- Rúinn mennskunni móður og sár.
Það tók hann ekki svo mörg ár.
Hverfa í algleymið svart.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





