Lag og texti: Bubbi Morthens
Tvö tré sem vaxa hlið við hlið
hinum megin við djúpan fjörðinn.
Þar sem slóðin endar var ónýtt hlið
og dráttarvél komin hálf oní svörðinn.
Blandaði sér í pípu og pældi í því
Presturinn hvað myndi hann segja.
Skyld’ann fara með frasann enn á ný:
Þeir sem Guðirnir elska ungir deyja.
Snærið varð að duga
snærið varð að duga.
Stundum getur maður alls ekki meir.
Í myrkrinu maður bara stoppar
og tyllir tánum á lífið og deyr
andartaki áður en maður hoppar.
Tvö tré sem vaxa hlið við hlið
hinum megin við djúpan fjörðinn.
Og fætur rétt fyrir ofan svörðinn
ein rolla og lamb í ró og frið.
Snærið varð að duga
snærið varð að duga.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





