Lag og texti: Bubbi Morthens
Þótt tíminn þig taki óblíðum höndum
þig tefur á langri leið
Og öldur hans bera þig að ókunnugum ströndum
vertu óhrædd því leið þín er greið.
Því er það grafið í stein
þú ert aldrei ein.
Þótt myrkrið sé svart og sólin hulin
sjónum þínum enn um stund.
Og varnarmúrinn brotinn og mulinn
og brjóst þitt blóðug und.
Þá er það grafið í stein
þú ert aldrei ein.
Eitt spor í einu færir þig frelsinu nær
þú finnur það sem var í myrki í gær
er baðað birtu þinna drauma og vona
og í hjarta þínu gleðin vex og grær.
Þú ert falleg
þú ert frjáls kona.
Því það er það grafið í stein
þú ert aldrei ein.
Þótt tíminn þig tæki óblíðum höndum
og þig tafði á langri leið
Og öldur hans bæru þig að ókunnugum löndum
var það alltaf þín rétta leið.
Því það er grafið í stein
þú ert aldrei ein.
Athugsemd
Enn eitt óútgefið lag sem að margra mati ætti að vera komið á plötu.