Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Blokkin

Ljóð: Bubbi Morthens

Risastór fóstra
fölgrá púpa
með þakið rauða
og raunaleg augun
gömul fyrir tímann
með tærðar svalir
týndi okkur.

Af þriðju hæð
bárust hróp og köll
í lítilli íbúð
léku bræður.
Sígildar sögur
frísandi hestar
stóðu í stofu.

Kanna vildu
vissu sína
á yngri bróður bræður eldri
myndi hann öskra
yrði hann klipinn
þá pískruðu púkar.

Stigagangur
með gula veggi
og óm radda
sem risu og hnigu
trufluðu leikrit
öldur orðin
í kjallarakompu.

Á annari hæð
höfðu eyru veggir
kjaftasögur klufu húsið
snákstunga
í trúnaði malar
titrandi röddu.

Fjúka orðin
eitri bíuð
bíta hálsa
í skúmaskotum
hann skeytir ekki
um skuldir sínar
sá skítugi ræfill.

Fossandi regn
á rúðugleri
regnstraumar
fimir fingur
skópu hetjur
í leirinn og blésu
lífsanda.

Athugasemd
Ljóðið birtist fyrst í tímaritinu SKÝ nr. 4 (1991)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.