Ljóð: Bubbi Morthens
Skjóllausir dagar híma
við götuhorn mánaðarins
húsin kíkja í gegnum
skrárgöt tímans.
Ég að vakna
búinn að týna nokkrum vikum.
Rykfallnir geislar glottandi sólar
skríða yfir rúmstokkinn
augun æla ljósi.
Það er maður fyrir utan gluggann
að tala amerísku.
Verð að komast heim
Vísakortið hefur læst mig inni.
Með dollaraseðilinn hálfan
upp í visntri nösinni
sýg ég snjó af Esjunni
og uppgötva að ég er Guð.
Það er ekkert að óttast.
Athugsemd