Ljóð: Bubbi Morthens
Hvenar spurðir þú
trúir þú?
Ekki meðan brauðið
var í plastinu
heldur ekki meðan ég smurði það
Efinn eins og gulur smjörvi
ekki of harður
heldur ekki of linur
bara svona mitt á milli
Þú horfðir á mig
og sagðir
hreint smjör
er hollara
betra fyrir hjartað
það er mín trú
Athugsemd
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





