Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Bústaðir

 

Bubbi - Fingraför
Fingraför 1983

Lag: Bubbi Morthens, Texti: Tolli

Þegar ýlfrandi, ærandi, skerandi þögnin
rétt fyrir þrumunnar gný
kippast við biskup og borgarstéttin
boða til fundar á ný.

Þá ryðjast rottur í holun sína
við Reykjanes blómstrar geislavirkt ský.
Biskupinn blessar þá landið í tíma
kveðjan af himnum er björt og hlý.

Undir Bústaðakirkju, bak við járnbrenndan steininn
felur sig biskup og ríkisstjórnin
Þau horfa á forsetann, heyra ekki veinin
en hengja um háls sinn dósahnífinn.

Loftræstikerfið ber nálykt að utan
ilmsölt í nefið í byrginu finnast.
Með titrandi höndum þau þurrka af sér svitann
er loftið ekki sífellt að þynnast?

Þau halda sig hólpin langt frá stöðum
sem helsprengjan er að tortíma
með dollum og dósum sem bíða í röðum
og vitna um dýrðlega tíma.

Hópurinn sest í kringum hátíðaborð
hellir úr dósum á diska.
Ef kalla má matareitrun morð
mun kaupfélagsstjórinn fá hiksta.

Þótt kjarnorkubyrgið í Bústöðum
bjargaði þeim frá sprengjum
gat enginn maður vitað um
íslenska hagsýni í dósum.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Upphaflega notaði Bubbi lagið við ljóðið Malbik eftir Arthur Lundkvist sem finna má í ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. En finna má hljóðritun þess á viðhafnarútgáfu plötunnar Fingraför (2006)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.