Lag og texti: Bubbi Morthens
Það gæti verið gaman að eiga geisla.
Fá að hafa'ann þegar frost væri úti
að hleypa honum út.
Hann mundi bræða klakann
snjórinn mundi hata'ann
við gætum setið í grasinu
og drukkið af stút.
Geislar sólarinnar negla glerið
en þú sérð ekki út.
Það getur ekki verið
ekki hingað uppá skerið
sé kominn sumarblús.
Það gæti verið gaman
ef við færum eitthvað saman
þar ef hitamælirinn mundi sína lítinn plús.
Fuglar mundu syngja
kirkjuklukkur hringja
sólin og ég við gætum orðið dús.
Geislar sólarinnar negla glerið
ég og þú við gætum orðið dús.
Það getur ekki verið
ekki hingað uppá skerið
sé kominn sumarblús.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





