Lag og texti: Bubbi Morthens
Hvernig getur staðið á því
að úti regnið lemji gluggann?
Vakna ég um morguninn
þreyttur, slappur, með verk í baki
arka ég í saltfiskinn.
Stafla í stæðu, harkan ræður
fram á kvöldmatinn.
Fara í bíó á kvöldin
sjá amerískar hetjur hafa völdin
það er draumurinn.
Hvernig getur staðið á því?
Kjaftagangur allan daginn
út um allan norðfjörðinn
um aðkomulýðinn, dópista skrílinn
helvítis mórallinn.
Ef þú vinnur nógu mikið
notar ekki hausinn
þjösnast bara með skrokkinn þinn
þá kemstu í klípu, úrvals klípu
elsku litli Bubbi minn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





