Lag og texti: Bubbi Morthens
Hallgrímsklukkur hringja, aðfangadag
Hátíð ljóss og friðar er hafin
Í húsi hefur stelpa gert sér ból.
Um handlegginn er teyja vafin
Og hún sönglar heims um ból
Og hún sönglar heims um ból
Á öðrum stað stendur strákur og talar
stjarfur við sjálfan sig og hlær.
Litir og raddir hertaka höfuð hans.
Höndin titrar, eldsnökkt hann slær.
Stígur fölur sinn jóladans
Stígur fölur sinn jóladans
Og þarna ef þú þorir að kíkja inn
grætur barnið blátt í framan
Einhver skrapp út, bara örskotsstund
og gleymdi því, það var svo gaman
jólaspíttið þarf sinn hund
jólaspíttið þarf sinn hund
Borgin mín er full af sorg og tárum
já sumir hafa það víst djöfulskítt
þakkaðu Guði þetta er ekki þitt
höfuð fullt af spítti eða útúrgrýtt
og ég söngla lagið mitt
og ég söngla lagið mitt
heims um ból
heims um ból
heims um ból
heims um ból
heims um ból
heims um ból
heims um ból
heims um ból
Athugsemd
Óútgefið, ein af nokkrum útgáfum þessa lags. Þessi útgafa var m.a. flutt á Þorláksmessu 2004.