Lag og texti: Bubbi Morthens
Hlýðið á mig, hlustið á minn söng
Gamli tíminn kveður með kvöldin löng
Risaeðlur falla, foldin er rauð
Menn eru að berjast en ekki um brauð
Þeir gömlu reyna að verja sín völd
virðast ekki sjá upprunin er ný öld
Þar sem verðbréfarándýrin ryðjast inn
Ný tegund er að taka yfir heiminn þinn
Botnlaus græðgin, grenjandi kvöð
hungur svo ægilegt, ílfrandi böl
Hugsjónir týnast, ekkert tekur við
Tómhyggja gefur öngvum manni grið.
Prentsvertuvaldið menn nota það
Vígvellir færast af staðnum á blað
Öllu er tjaldað því stríð er stríð
staðan er þessi það geysar blóðhríð
Fylkingar klofna, ertu þeirra eða minn
lögmenn fitna eins og gammurinn
sem leggst á hræið með gírugt glott
Gemsar og vígtennur þykir jú flott.
Þeir sem í vegi standa tímans straum
munu vakna upp við vondan draum
þeim verður burt sópað sem kusk eða fys
það er lögmál en alls ekkert slys
Þannig var það áður og mun gerast enn
með nýrri öld koma alltaf nýir menn
Þá falla risaeðlur og fold litast rauð
og baráttan verður um slíkan auð.
Athugsemd
Flutt á Þorláksmessu 2006.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





