Lag og texti: Bubbi Morthens
Ísland þýðir ís og myrkur
eldfjöll, þrjóska kuldi, styrkur.
Ég vissi lítið en lærði fljótt
hálendið er aldrei hljótt.
Flugum saman seint um kvöld.
Atvinnuleysið var við völd.
Heima áttum ekkert val
engin vinna í Portúgal.
Reisa stíflu starfið var
á stað sem enginn vissi hvar
í raun væri en vissum það
vinnan yrði á köldum stað.
Frá flugi beint í rútu fórum.
Fjandinn ef við ekki sórum.
Aldrei aftur í slíka för
æða blint með bros á vör.
Myrkur lá sem mara yfir
magnað hvernig fólkið lifir.
Napur vindur úti vælir.
Þið hafið vinnu verið sælir!
Vakna, vinna, sofa, leiðast
vanda sig, ekki að reiðast.
Helgarfrí! frelsisstund
bjórinn sötra, fara í sund.
Gljúfrin djúpu gleypa sá
brjóta berg sem væri stál
Þar rennur áin aldrei meir
í staðinn kemur jökulleir.
Dag einn vorum tveir að vinna
vorum á leið í mat til hinna.
Þá grjótið féll með feigðarþunga
falin var í bergi sprunga.
Heyrði drunur sá drenginn falla
dáinn áður en ég náði að kalla.
Augun brostinn, blóð um munninn
nóttin var á enda runnin.
Ísland þýðir ís og myrkur
eldfjöll, þrjóska kuldi, styrkur.
Ég vissi lítið eð lærði fljótt
að hálendi er aldrei hljótt.
Athugasemd
Óútgefið, opnunarlag á Þorláksmessutónleikum 2006