Lag og texti: Bubbi Morthens
Lífið stundum ljúfurinn
er leikur dægrin löng
þú átt heiminn og himininn
og vor kvöldin löng.
Hjartað mitt, hjartað þitt
syngja sama söng.
Lífið stundum ljúfurinn
leikur margann grátt.
Flestir fela hjarta örin
og hafa ekki um það hátt.
Hjartað mitt er hjartað þitt
slá á sama hátt.
Geislar sóla gleðja barnið
í brjósti sérhvers manns.
Þegar guð sefur vakir þú í draumi hans
þegar guð sefur vakir þú í draumi hans.
Lífið alltaf ljúfurinn
er leiðin aftur heim.
Um stund við áttum himininn
og stjörnum prýddan geim.
Hjartað þitt er hjartað mitt
og hjörtun rata heim.
Geislar sólar gleðja barnið
í brjósti sérhvers mans.
Þegar guð sefur vakri þú í draumi hans
þegar guð sefur vakir þú í draumi hans.
Athugasemd
Athugasemd
Bubbi flutti þetta lag nokkuð oft á tónleikum 2007 og 2008 en fékk það síðan keppendum í Bandinu hans Bubba og sigurvegarinn í þeim þáttum gaf það síðar út á smáskífu undir heitinu Hjartað þitt