Lag og texti: Bubbi Morthens
Húmdökk augun, stjörnur tvær
seiða mig og hvísla: Komdu nær
Okkur var skapað, eiga stund
á þessum degi, helgan fund.
Vitund þín er vatnið
vatnið eins og gler
andadráttur Guðs
um dalinn fer.
Fyrir ástina Drottinn
ég þakka þér.
Fyrir ástina Drottinn
ég þakka þér.
Athugsemd
Samið fyrir brúðkaup Bubba og Hrafnhildar. Bubbi flutti lagið fyrir hana í brúðkaupi þeirra. Opinberlega var það frumflutt í þættinum Gott Kvöld í Ríkissjónvarpinu 4. október 2008.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





