Lag og texti: Bubbi Morthens
Ekkert er að ské.
Skútan er að sökkva.
Ekkert er að ské.
Skútan að sökkva.
Skipstjórinn gerir sig klárann frá borði að stökkva
Seðlabankaálitið heldur áfram að lækka
Seðlabankaálitið heldur áfram að smækka
Seðlabankinn svarar; Stýrivextina vill hækka.
Ekki benda á mig
allir eru að kveða.
Ekki benda á mig
sérðu ekki ég er að streða?
Ég skal frekar hjálpa þér
sakfella þennan sleða.
Hversu lengi eigum við bara að bíða
og marinerast í þessum atvinnuleysiskvíða.
Ráðherrann minn má bjóða þér upp úr holunni að skríða.
Hversu lengi eigum við bara að bíða
marinerast í þessum atvinnuleysiskvíða?
Ráðherrann minn má bjóða þér upp úr holunni að skríða?
Athugsemd
Samið fyrir þáttinn Færibandið á Rás 2. Frumflutt 3.11.2008
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





