Ljóð: Bubbi Morthens
Óðinn Bjöggi æfa söng
allir eru á iði
grannur, stinnur líkt og stöng
stendur Bó á sviði.
Síða hárið axlir á
ærði hjörtu meyja.
Graðan folann vildu fá
fátt um það að segja.
Liðin eru ár og öld
af söng fær aldrei nóg.
Þegar vetur tekur völd
syngur jólin sjálfur Bó.
Athugsemd:
Samið á Facebocksíðu Björgvins Halldórssonar í mars 2009
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





