Ljóð: Bubbi Morthens
Óðinn Bjöggi æfa söng
allir eru á iði
grannur, stinnur líkt og stöng
stendur Bó á sviði.
Síða hárið axlir á
ærði hjörtu meyja.
Graðan folann vildu fá
fátt um það að segja.
Liðin eru ár og öld
af söng fær aldrei nóg.
Þegar vetur tekur völd
syngur jólin sjálfur Bó.
Athugsemd:
Samið á Facebocksíðu Björgvins Halldórssonar í mars 2009