Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

2011

Image
Bubbi í hljóðveri við upptökur

Janúar 2011 Bubbi er við upptökur nýrrar sólóplötu ásamt sveit sem kallar sig Sólskuggana. Auk þess sem hann var að semja efni og byrja undirbúning á að taka upp plötu með jólalögum.

14. janúar 2011 Bubbi setur í spilun lagið Strákarnir okkar sem tileinkað var Íslenska landsliðinu í handbolta sem þá var að taka þátt í heimsmeistaramóti. Lagið var þó ekki fyrr komið í spilun en allt fór á verri veg. Því eftir að hafa unnið alla leiki sína í undariðli tapaði liðið öllum leikjum sínum í milliriðli og spilaði loks um 5. sæti í úrslitum.

2. mars 2011 Bubbi mætti í hljóðstofu Bylgjunnar hjá Rúnari Róberts sem spjallaði aðeins við hann um væntanlega plötu. þar var og frumflutt lagið Ísabella af væntanlegri ,,Soul" plötu Bubba. 

16. mars 2011 Bubbi og félagar leggja lokahönd á Enginn vill elska feita stelpu, í stúdíó Sýrlandi. Það var eitt laga hans næstu plötu.

7. apríl 2011 Lagið Ísabella fer á toppinn yfir mest spiluðu lögin á Íslandi. En talsverður tími var þá síðan Bubbi hafði sem sólóisti átt lag á toppi þess lista.

5. maí 2011 Blik þinna augna fer í spilun útvarpsstöðva og sölu á tónlist.is. Þriðja lagið af væntanlegri plötu Bubba og Sólskugganna.

2. júní 2011 Bubbi boðar í pistli sínum á Pressan.is að hann komi ekki til með að spila í Hörpu meðan ríkjandi stjórn sitji þar. Ástæðuna rakti Bubbi í umræddum pistli. Tóku fleiri tónlistarmenn undir þá yfirlýsingu og nokkrir aðdáendur Bubba einnig. Bubbi gagnrýndi val á tónlistarfólki sem kom fram á opnunarhátíð Hörpu og fannst honum heldur hallað á þá sem fremstir stóðu í íslenskri popptónlist. Þá gagnrýndi hann ýmsa þætti er varða rekstur hússins og þá skilmála sem tónlistarmenn verða að undirgangast til að fá að spila í húsinu.

6. júní 2011 Formlegur útgáfudagur plötunnar Ég trúi á þig. Platan var þó boðin á tónlist.is tveim dögum fyrr. Og komst ekki í verslanir fyrr en 2. dögum eftir útgáfudag. En Færibandið var á dagskrá þetta kvöld og þar ræddi Óli Palli við Bubba og saman renndu þeir í gegnum plötuna og ræddu um hana milli laga. Þátturinn hafði verið tekinn upp nokkru áður því Bubbi eyddi afmælisdeginum ásamt fjölskyldu í Kaupmannahöfn.

14. júní 2011 Bubbi gerist meðstjórnandi í þætti Rásar 2. Virkir morgnar í eina viku og er þar með Gunnu Dís.  Meðal þess sem fram kom í fyrsta þættinum var að ýmsu hafði verið stolið frá Hugleiki Dagssyni m.a. fartölvu sem innihélt margvísleg gögn og vinnu hans. Bubbi skoraði þar á alla  m.a. aðila undirheimanna, og þá sem haft gætu áhrif á að Hugleikur fengi aftur gögnin sín stuðluðu að því að svo yrði. og viti menn nokkrum dögum síðar barst harði diskur tölvu Hugleiks til þáttarins á Rás 2 og endurheimti Hugleikur því vinnu sína aftur. Það má því segja að Bubba hafi tekist það sem heilli ríkisstjórn hafði ekki tekist það er að fá þjófana til að skyla hluta af þýfinu aftur

Image
Bubbi á útgáfutónleikum í Hofi

16. júní 2011 Bubbi og Sólskuggarnir með útgáfutónleika í Hofi, Akureyri í beinni á Rás 2. Sama dag var platan Ég trúi á þig komin í 1. sæti Íslenska sölulistans.

17. júní 2011 Bubbi og Sólskuggarnir með tónleika á Akranesi.

31. júní 2011 Bubbi kom fram á Þjóðhátíð í Eyjum að venju.

20. ágúst 2011 Menningarnótt í Reykjavík og Bubbi ásamt Sólskuggunum koma fram á stórtónleikum Rásar 2. Ásamt fjölda annarra listamanna. Bubbi þótti ekki eiga sinn besta kvöld enda voru slæmska í hálsi að stíra honum. Fyrr um kvöldið hafði Bubbi einnig stígið á svið á 25 ára afmælistónleikum Bylgjunnar sem fram fór á Ingólfstorgi.

20. september 2011 Bubbi heldur í tónleikaferð um landið undir yfirskriftinni Ég trúi á þig. Í þessum hluta ferðarinnar voru 10 tónleikar á suðvesturlandi og norðurlandi.  Byrjað var í Borgarfirði en endað á Sauðárkróki 2. október

6. október 2011 Stórtónleikar í Háskólabíói með Bubba og Sólskuggunum, Síðbúnir útgáfutónleikar ef svo má segja. Gestir kvöldsins voru þau Greta Morthens og Berndsen.

15. október 2011 Veikindi Bubba komu í veg fyrir að Bubbi kæmi fram á Airwaves í fyrsta sinn, að vísu sem gestur Brendsen en lag hans Úlfur úlfur hafði notið mikilla vinsælda eins og flestir muna.

29. október 2011
Veiðisögur Bubba koma út og að því tilefni var efnt til útgáfuteitis í Rafveituheimilinu í Elliðarárdalnum. Þar sem Bubbi tók einnig ein tvö lög fyrir gesti.

Nóvember 2011 Bubbi byrjar að taka upp demó fyrir næstu plötu sem hlaut vinnuheitið Þorpið. Þegar þeim upptökum lauk seinnihluta desember voru 18 demó komin á band.

4. nóvember 2011 Áframhald af tónleikaferð Bubba um landið undir yfirskrift síðustu plötu sinnar Ég trúi á þig. Í þessum legg ferðarinnar voru einir sex tónleikar haldnir og hófst leikurinn í Vík í Mýrdal en lauk í Hlégarði í Mos 13. nóvember.

21. desember 2011 Bubbi efndi til Þorláksmessutónleika í Hofi á Akureyri. Uppselt var á tónleikana sem fengu jákvæðar undirtektir heimamanna.

23. desember 2011 Árlegir Þorláksmessutónleikar í Háskólabíói í beinni útsendingu Bylgjunnar. Það þótti hátíð að ekki voru settar fréttir né auglýsingar ofan í tónleikana þetta árið. Elín Ey sá um að opna tónleikana með nokkrum lögum og var flott.  

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.