Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Ráð til vinkonu

 

Ego - Breyttir tímar
Breyttir tímar 1982

Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens

Hvað er það sem fær þig
til að labba búð úr búð?
Þreytuleg á útsölum
meðan karlinn dormar undir súð.
Organdi krakkar
sem heimta að fara heim,
þig dreymir um að stinga af
gleyma honum og þeim.
Þú ert lifandi kviksett
ekkert getur gert
nema þú brjótir af þér hlekkina
heimtir þinn rétt.

Slefandi af losta,
þeir leita að þér með tólin í hönd.
Fastan drátt og kaffi í rúmið
hneppa þeir þig í bönd.
Honum er sama þótt þú
sért þreytt og sveitt,
hann kvartar yfir því að
kjötið sé of feitt.
Þú átt eftir að baða ormana
vaska upp eftir mat
er þú skríður uppí rúmið
hann heimtar þitt gat.

Aldrei átt þú frídag
skríður um með klafann á baki.
Frá sunnudegi til sunnudags,
þú ert þræll, hann er þinn maki.
Svo gerðu þér greiða
ef þú ert orðin leið
komdu þér út úr húsinu
allt er leyfilegt í neyð.
Hann getur sjálfur séð um börnin
og þvegið sinn þvott
komdu þér út úr húsinu
komdu þér á brott
komdu þér á brott.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.