Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Afgan

 

Bubbi - Fingraför
Fingraför 1983

Lag og texti: Bubbi Morthens

Ég hlusta á Zeppelin og ég ferðast aftur í tímann. 
Þú spyrð mig hvar er gimsteinninn í augum þínum ljúfan?
Svitinn perlar á brjóstum þínum þú bítur í hnúann
þú flýgur á brott með syndum mínum, Svartur afgan.

Ég elska þig svo heitt að mig sundlar og verkjar.
Í faðmi þínum þú lætur mig finna til sektar.
Útí horni liggur kisi þinn og malar
inni á baðherbergi stendur vofan þín og talar.

Úti hamast regnið við að komast inn til þín.
Ég skríð undir sængina heyri hvernig stormurinn hvín.
Drottningin með stríðsfákana sína bíður okkur inn til sín.
Hún sýnir okkur inní sólina, segir að sólin sé sín.

Lyftan var biluð, húsvörðurinn kallaði mig svín.
Sagðist hata alla poppara, ég hélt hann væri að gera grín.
Ég sagðist að ég væri að heimsækja stúlku hún væri unnusta mín.
Hann sagði mér er nákvæmlega sama þó hún sé ekki stúlkan þín.

Þegar ég bankaði á dyrnar opnaði vofan þín.
Hún sagði þú varst bara draumur, ég hef aðeins séð þig í sýn.
Ó, ég elska þig, ég vil ekki vakna
Svartur afgan, drauma minna ég sakna.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
  • Papar - Leyndarmál frægðarinnar (1999)

Athugasemd

Á 2006 útgáfu plötunnar Fingraför er Afgan meðal aukalaga og er þar notast við upprunalegt heiti lagsins Svartur Afgan.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.