Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Guli flamingóinn

 

Bubbi - Sögur af landi
Sögur af landi 1990

Lag og texti: Bubbi Morthens

Á kvöldin þegar regnsvala kulið blæs frá hafi
kvikna neonljósin og strákar verða menn.
Nóttin gerist þykk og þung af spilltu blóði
og þorstinn brennir klofin á þeim sem vaka enn.

Á börunum er sólskinið borið fram í glösum.
Brosin eru á útsölu og kosta varla neitt.
Nóttin selur hamingju handa þeim sem vilja
og hláturinn er fyrir þá sem öllu hafa eytt.

Stígum dansinn strákar
stígum dansinn strákar.
Díana mun svo lesa okkur ljóð.
Stígum dansinn strákar
stígum dansinn strákar.
Stígum dansinn meðan samviskan er hljóð.

Í strætinu sem geymir bergmál hárra hæla
er háðslegt glott á skilti: Þinn draum þú getur sótt.
Neðar nokkrum metrum í myrkri eru dyrnar
þar mætast dreggjar glasanna á vörunum í nótt.

Innan dyra fölhvítir skuggar reika í rökkri
rándýrskjaftar bíða opnir bak við þil.
Þarna rætast draumar í kynjaveröld karla
kannski ertu á himnum en það gerir ekkert til.

Frá Portúgal hún flæktist þessi furðulega Nikky
með föllnum englum, hún var ein af þeim.
Hún flökti milli gestanna sem gátu ekki talað
gefandi öllum leyndarmál sem fylgdu henni heim.

Ljósin sviðið skerpa og skvaldrið gleypir þögnin
skrýddar háum hælum stelpuhræin ganga inn.
Og þær strjúka hver aðra og elskast líkt og klakar
og andlitin eru gleðisnauð með glimmer út á kinn.

Meðan tónarnir úr Carmen týndust út í salinn
og töfrar kvöldsins liðu sem öldur út á sæ.
Urðu andlit gesta nakin og nautnaþrungin augu
nutust mött í básum með annarlegum blæ.

Díana orti ljóð um lífið sem hún þráði
og lygin var á sálinni sem mjúk rekkjuvoð.
Þau efni sem hún neytti til að nóttin yrði styttri
voru nánast hennar eina haldbæra stoð.

Að lokum ljósin kvikna með kuldalegri birtu
kaffibrúnn dagur bíður ferskur eftir oss.
Hitinn úti er lamandi og sjórinn silfri þakinn
og frá sólinni sérðu falla glóandi rauðan foss.

En á kvöldin þegar regnsvala kulið blæs frá hafi
kvikna neonljósin og strákar verða menn.
Þá gerist nóttin þykk og þung af spilltu blóði
og þorstinn brennir klofin á þeim sem vaka enn.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.