Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Filterlaus kamelblús

Bubbi & Megas - Bláir draumar
Bláir draumar 1988

Lag og texti: Bubbi Morthens

Víti er minn vegur heillin
veistu um litla lús?
Víti er minn vegur heillin
veistu um litla lús?
Lungun feiskin fúin
á filterlausum kamel blús.

Nautnin býr í nóttinni
nautnin er mitt hús.
Nautnin býr í nóttinni
nautnin er mitt hús.
Hjá þér finn ég friðinn
á filterlausum kamel blús.

Ég daðra við dauðann
ég drekk eitur úr krús.
Ég daðra við dauðann
ég drekk eitur úr krús.
Framtíðin er fortíð mín
í filterlausum kamel blús.

Dagurinn er við dyrnar
dimm ský bak við hús.
Dagurinn er við dyrnar
dimm ský bak við hús.
Nóttin flögrar frá mér
í filterlausum kamel blús.

Sjáðu er Esjan ekki dýrleg
yndisleg og fús.
Sjáðu er Esjan ekki dýrleg
yndisleg og fús.
Er hún kafar Faxaflóann
á filterlausum kamel blús.

Svefninn sækir á mig
þó sef ég ekki dúr.
Svefninn sækir á mig
þó sef ég ekki dúr.
Kamel blúsinn kalla
kýldur á mig tryggur og trúr.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.