Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Þófamjúkt rándýr

 

Bubbi + Rúnar - GCD
GCD 1991

Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson

Það eru æðandi úlfar, illir og svangir
í myrkrinu á vappi hérna vestu í bæ.
Það er þófamjúkt rándýr
sem í rökkrinu að þér snýr
og rífur úr þér lífið, ti ni na jung næ.

Þau eru hljóð af hatri, hörðu og köldu
og myrkrinu vaka hérna vestur í bæ.
Fögrum minningum eyða
með einu höggi deyða
og enginn skilur hversvegna, ti næ ni jung jæ.

Tímarnir breytast, en mannlegt eðli ekki
allt er við það sama í genunum þar.
Menn drekka sitt bús og berja hvurn annan
eða boða; kærleikurinn sé hið eina rétta svar.

Það eru mannskæðir úlfar, illir og svangir
í myrkrinu á vappi hérna vestur í bæ
og lömbin vilja hverfa
þegar hungrið fer að sverfa
í hópnum hjá vargnum, ti næ ni jung jæ

Þau eru hljóð af hatri, hörðu og köldu
og í myrkrinu vaka hérna vestur í bæ.
Fögrum minningum eyða
með einu höggi deyða
og enginn skilur hversvegna, ti ni na jung jæ.

Tímarnir breytast en mannlegt eðli ekki
allt er við það sama í genunum þar.
Menn drekka sitt bús og berja hvurn annan
eða boða; kærleikurinn sé hið eina rétta svar.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.