Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

1989

Febrúar 1989 hélt Bubbi í hljóðver til að vinna næstu plötu sína. Með honum í för var sænski snillingurinn Christian Falk, í hlutverki upptökustjóra, auk þess sem hann greip í nokkur hljóðfæri við upptökurnar. Hópur sem stóð að upptökum plötunnar nefndi sig Lamarnir ógurlegu sem voru: Christian Falk, Johann Söderberg, Hilmar Örn Hilmarsson og Ken Tomas.
 

5. mars 1989 lauk upptökum plötunnar Nóttin langa. Bubbi átti þó síðar eftir að bæta inn tveim lögum á hana.
 

1989032323. mars 1989 eða á Skírdag efnu Vinir Dóra til blúshátíðar á Hótel Borg og meðal þeirra sem fram komu var Bubbi Morthens. Vinir Dóra voru laustengdur félagsskapur og þetta kvöld var sveitin skipuð Halldór Bragason söngur og gítar, Guðmundur Pétursson gítar, Þorleifur Guðjónsson bassi og Ásgeir Óskarsson trommur. Ýmsir söngvarar og hljófæraleikarar stigu á svið með sveitinni þetta kvöld fyrir utan Bubba má nefna Andreu Gylfa söngur sem og gítarsnillinginn Björgvin Gíslason. Á myndinni má sjá Bubba á sviðinu á Borginni þetta kvöld.
 

15. apríl 1989 hélt Bubbi í enn eina hringferð um landið til tónleikahalds. Þar sem ætlunin var að halda 45 tónleika á 47 dögum. Þeir fyrstu voru haldnir í Sandgerði þetta kvöld. 
 

12. maí 1989 mætti Bubbi í hljóðver til að syngja inn lagið Ísland er land þitt á plötu Magnúsar Þórs og er það titllag plötunnar
 

1. júní 1989  lokar Bubbi tónleikaferð um landið með tónleikum á Hótel Borg. Gestir hans þetta kvöld eru Megas og Siggi Björns. Áætlanirnar um 45 tónleika á 47 dögum stóðust ekki því sleppa var úr nokkrum tónleikum vegna ófærðar að sögn aðstandenda tónleikanna. Voru það helst vestfirðir sem lentu í þessu. En ætlunin að þeir staðir yrðu heimsóttir í ágúst og september.
 

6. júní 1989 er opinber útgáfudagur tólf tommu, þriggja laga plötuna - Hver er næstur sem gefin var út af Geisla. Til aðstoðar Bubba á þessari plötu er sveit manna er kallaði sig Blómið, sem voru Guðmundur Pétursson á gítar, Björgúlfur Egilsson á bassa, Ásgeir Óskarsson á trommur og Tómas M. Tómasson á hljómborð. Platan fékk nokkra umfjöllun, ekki síst fyrir það að eitt laganna sem fara átti inn á plötuna, Vegir liggja til allra átta, eftir Sigfús Halldórsson, var ekki með. Ástæðan þess var að höfundurinn var því mótfallinn, sagði að hann vildi fyrst sjá lagið koma út í þeirri mynd sem það hafði verið samið. 
 

17. júní 1989 Magnús Þór Sigmundsson sendir frá sér plötuna Ísland er land þitt þar sem Bubbi syngur titillagið.
 

4. ágúst 1989 Bubbi ásamt Stuðmönnum í Húnaveri um verslunarmannahelgina.
 

19890833Ágúst 1989 Bubbi í hljóðverið enn og aftur og þá eru hljóðrituð tvö lög til viðbótar fyrir plötuna Nóttin langa. Á myndinni má sjá Bubba ásamt aðstoðarmönnum í hljóðverinu meðal á upptökum stóð.
 

28. september 1989 Bubbi með tónleika í Firðinum, Hafnarfirði.
 

21. október 1989 Fyrsti vetradagur og Íslenskur tónlistardagur haldinn í þriðja sinn. Tónleikar víða um borgina og blásið til stórrar dagskrár á Hótel Íslandi. Bubbi er meðal þeirra sem koma þar fram.
 

2. nóvember 1989 Vinir Dóra með Blúshátíð á Hótel Borg og Bubbi kíkir inn og tekur með þeim lagið.
 

6. nóvember 1989 Tveggja vikna átaki "Unglingar gegn ofbeldi" hrint af stað með opnunartónleikum í Háskólabíói þar sem Bubbi er meðal þeirra sem koma fram. Þá vann Bubbi lagið og myndband sem tengdist þessum málaflokki.
 

1989111414. nóvember 1989  Geisli gaf út plötuna Nóttin langa með Bubba. Segja má að á þessari plötu fari að bera meira á arabískum töktum í tónlist Bubba en áður hafði heyrst. Platan var kynnt á blaðamannafundi sem Bubbi efndi til í Perlunni sem þá var á byggingarstigi. Myndin af Bubba er tekin við það tækifæri. Það vakti talsverða athygli að Bubbi hafði nú rakað höfuð sitt og með því innleitt nýja hártísku hérlendis.
 

17. nóvember 1989 hertók Nóttin langa efsta sæti yfir mest seldu plöturnar þá vikuna.
 

1. desember 1989 var útvarpað þætti Hreins Valdimarssonar - 10 ár með Bubba Morthens þar sem spilaðar voru ýmsar hljóðritanir útvarpsins með Bubba. Þátturinn vakti mikla athygli aðdáenda og varð þeim fengur að fá. Tilefni þáttarins var að þá voru liðin 10 ár frá því Bubbi hafði fyrst verið spilaður í útvarpi. (1. des. 1979) Háflóð sest í 1. sæti yfir mest leiknu lögin í útvarpi sem reglulega var byrtur í DV á þessum tíma.
 

198912077. desember 1989 efndu Bubbi og Lamarnir til útgáfutónleika á Hótel Íslandi: þar var sveitin skipuð eftirtöldum: Birgir Baldursson á trommur, Guðlaugur Óttarsson á gítar, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Hilmar Örn Hilmarsson á hljómborð og ásláttarhljóðfæri og Jósep Gíslason á hljómborð auk þess sem Ken Tomas annaðist hljóðblöndun. Húsfylli var á þessum tónleikum. Myndin er tekin af BS.
 

15. desember 1989 efndu Bubbi og Lamarnir ásamt Síðan skein sól til tónleika í Laugardalshöll til styrktar neyðarathvarfi Rauða krossins. Yfirskrift tónleikana var Unglingar gegn ofbeldi.
 

23. desember 1989 mættu þeir félagar Bubbi og Megas á Borgina til sinnar árlegu Þorláksmessutónleika.
 

29. desember 1989 lá sú staðreind fyrir að Nóttin Langa væri mest selda plata ársins og sala hennar væri komin í yfir 14.500 eintök. og þetta kvöld voru Bubbi og Lamarnir með tónleika á Hótel Borg.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.