Lag: Mike Pollock, texti: Bubbi Morthens
Nú þyrla vindar haustsins hinstu blöðum
borgin gerist þung og sljó
skakkur hangi ég á hinum og þessum stöðum
bráðum kemur slydda og snjór.
Myrkrið hug minn umlykur
að blekkja sjálfan mig það er mín fró.
Horfa á vini sína bryðja sýrur eins og sykur
spá í augu þeirra sem eru eins og kulnuð eldstó.
Í frosti, í rauðri lakkkápu með bláa fætur
klúryrðum hún hvíslar að þér og hún lyktar af ódýrum bjór.
Kynfærin þurr eins og hákarlaskrápur
vermdarinn var ómenni og eftir því stór.
Nú hylur snjórinn haustsins hinstu blöð
borgin gerist þung og sljó.
Með bakpokann arka ég streit niður á stöð
því af Berlín eða Hamborg hefi ég fengið nóg.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugasemd
Á safnplötunni Fuglinn er floginn er lagið ranglega sagt heita Sambönd í Berlín.