Main Header

Tango

 

Utangarðsmenn - Geislavirkir
Geislavirkir 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens

Hún var alin upp til þess að giftast
liggja á bakinu og fjölga sér.
Hún var alin upp sem aristókrat dama
uppá punt til að þóknast þér.

Þau búa í 3ja hæða villu
dreymir um myndir eftir van Cogh
eru með sænska au pair sem kallar sig Lillu
reykir gras og hlustar á rokk.

Hún drepur tímann malandi uppí sófa
les reyfara og dreypir á Bristol Cream
virðir fyrir sér myndir eftir Alfreð Flóka
hugleiðir hvort karlmenn séu svín.

Í boðum er hún hans stoð og stytta
spjallar um bókmenntir og sjaldgæf vín
kona sem þig dreymir um að hitta
kona sem gefur blindum sýn.

Hún virðist vera hamingjusöm kona
sem á nóg af öllu, alltaf frí
samt hún skríður um með klafann á baki
hennar heimur er fyrir mér botnlaust dý.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.