Main Header

Verður næsta plata sólóplata?

Allir sem eitthvað fylgjast með vita að Bubbi er þessa dagana að leggja lokahönd á ,,soul" plötu ásamt meðreiðarsveinum sem kalla sig Sólskuggarnir. Menn ganga út frá því að hér sé um hreina og klára hljóðvers sólóplötu með nýju efni að ræða frá Bubba Morthens.  En verður þessi plata hrein og klár sólóplata Bubba eða hvað. Ef svo verður er þetta 24. hljóðverðs-sólóplatan með nýju efni. Því á ferlinum eru plötur sem margir telja að séu sólóplötur Bubba en er það þó ekki..... 

 ....Við skulum þó byrja á að lista plöturnar hans áður en lengra er haldið.

ImageHljóðvers - sólóplötur Bubba með nýju efni 1980 - 2010

1.      Ísbjarnarblús (1980)
2.      Plágan (1981)
3.      Fingraför (1983)
4.      Ný spor (1984)
5.      Kona (1985)
6.      Frelsi til sölu (1986)
7.      Dögun (1987)
8.      56 (1988)
9.      Nóttin langa (1989)
10.    Sögur af landi (1990)
11.    Von (1992)
12.    Lífið er ljúft (1993)
13.    3 Heimar (1994)
14.    Í skugga Morthens (1995)
15.    Allar áttir (1996)
16.    Trúir þú á engla (1997)
17.    Arfur (1998)
18.    Sól að morgni (2002)
19.    1000 kossa nótt (2003)
20.    Tvíburinn (2004)
21.    Ást (2005)
22.    ...Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís (2005)
23.    Fjórir naglar (2008)

Það er kannski undarlegra að þarna vantar plötu sem margir vilja eflaust meina að sé hrein og klár sólóplata. Við erum að tala um rokkplötuna Nýbúinn (2001). Sú plata skrifast á: Bubbi og Stríð & Friður, strangt til tekið flokkast hún því ekki sem sólóplata. Á plötunni sjálfri er hvergi  getið um flytjendur, en á umslagi kemur það fram með skýrum hætti. „Bubbi...“ að framanverðu og að aftanverðu „...Stríð og friður. Á kili plötunnar er þetta einnig merkt skýrum stöfum. Ekki veit ég hvort Bubbi sjálfur væri sammála þessari skilgreiningu og flokkun,  en sú skilgreining er bara ekki á hans valdi. Ekki frekar en sú yfirlýsing hans frá 1988 að platan 56 sé smáskífa.  Hún yrði í besta falli flokkuð sem mini-LP samkvæmt gildandi reglum um plötuskráningu. Þar sem hún var 33 snúninga og fimm laga og í tímalengd er hún 22,27 mín.  

Kannski halda líka einhverjir að Bellman sé sólóplata Bubba en sú platan er skráð á þá Bubba og Guðmund Pétursson.

Bubba hefur undanfarið verið tírætt um gæði sveitarinnar sem er að vinna með honum að væntanlegri „soul“ plötu. Spurningin er hvort hann muni skrá sveitina fyrir plötunni með sér líkt og Stríð og Frið á sínum tíma eða aðeins geta sveitarinnar í kreditlista líkt og var með Lamana ógurlegu á Nóttin langa (1989).

Eins og sjá má á þessu er að mörgu að hyggja þegar gefa á út sólóplötu. Þær geta nefnilega endað sem eitthvað allt annað stígi menn ekki rétt til jarðar. Eins og sjá má á þessari upptalningu verður næsta sólóplata Bubba  hans 24. sólóplata. Hvort það verður sú sem nú er verið að leggja lokahönd á eða ekki veit enginn nema Bubbi. Það fer eftir því hvað stendur á henni.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.