Main Header

Safnplötur eru ekki bara safnplötur

 

Image
Eru safnplötur nefndar í þessari bók?

Aðeins um safnplötur
Fyrir langa lögnu sagði útgefandi við mig. „Besti hagnaðurinn er þegar þú getur selt sama hlutinn aftur og aftur“ og þar hjálpa safnplöturnar útgefandanum, heldur betur....

Já, þær er eru til og hafa notið vinsælda hjá almenningi í gegnum tíðina. Saga safnplötunnar er sérstakur kapítuli í sögu hljómplötuútgáfunnar.  Þó út frá sjónarmiði útgáfuaðilans sé tilgangurinn ávalt að ná inn hagnaði er efnisvalið á safnplötunum misjafn og nálgunin, einnig oft ólík. Það er líka hægt að flokka slíkar plötur niður og í raun nauðsynlegt.  Sumar eru þess virði að þær séu kynntar , um þær skrifað og eftir þeim tekið.  Meðan aðrar skipta sáralitlu máli og munu hverfa okkur af markaðnum bæði fljótt og vel án þess að eftir þeim sé tekið.

Að vinna safnplötu svo vel sé er heldur ekkert auðhlaupaverk. Við ætlum heldur ekki  að fjalla um þá tæknivinnu sem verður að heppnast ef vel á að takast til. Þar sem  lagaval, uppröðun og  hljóðjöfnun, heiti og umbúðahönnun verður að fara saman og heppnast eigi verkið að lifa lengur en daginn. Þess í stað ætlum við að líta aðeins á flokkun safnplatna og reyna að fá fólk til að meta hvað geta verið merkilegar safnplötur og hvað ekki.

Image
Almenn safnplata getur líka verið eiguleg

Almennar safnplötur

Hér erum við að tala um safnplötur sem gerðar eru í einskonar auglýsingaskyni. Efninu er ætlað að kynna viðkomandi listamenn og lögin valin af nýútkomu útgáfuverkum viðkomandi listamanns eða væntanlegri plötu hans. Gott dæmi um slíkar plötur má nefna Pottþétt plöturnar.  Svona er sumarið þar sem meginuppistaðan eru vinsæl lög sem flest eru að finna á öðrum plötum einnig. Þó skal tekið frá eins og ávalt í tónlistinni að til eru undantekningar. Plötur úr þessum flokki lifa yfirleitt skamma stund og seljast í takmörkuðu upplagi á takmörkuðum tíma. Útgáfa á þessum safnplötum var vinsælastur hér á landi á níunda áratugnum þegar safnplötur á borð við Tvær í takinu og  Tvær í takt og ámóta plötur runnu út eins og heitar lummur. Inn í þennan flokk skjótast einnig í flestum tilfellum fyrirtækjasafnplötur eins og Toyota stuðarinn og Svalasmellir svo dæmi sé tekið.

Þema safnplötur

Í þennan flokk falla þær plötur þar sem efnið er valið út frá ákveðnum forsendum. Svo sem að velja lög frá ákveðnu tímabili, plötur eftir ákveðinn höfund, og svo framvegis. Dæmi um slíkar plötur eru til að mynd „Svona var“ útgáfuröðin þar sem forsendan er ákveðin útgáfuár. Önnur vinsæl útgáfuröð var til að mynda Óskalögin þar sem ákveðið tímabil var þema hverrar plötu.  Það mætti einnig flokkar Reykjavíkurflugur Gunnars Þórðarsonar sem safnplötu í þessum flokki þar sem Útgangspunkturinn  er lög Magnúsar Eiríkssonar en viðhorfið er þó að horfa á þá plötu sem plötu frá Gunnari Þórðarsyni. Dans Stöðumælanna er annað dæmi um þemasafnplötu þar sem höfundar eiga það sameiginlegt að hafa unnið á Bókasafni.

Samstarfs safnplötur

Þetta er frekar óþjált orð, en lýsir þó innihaldinu að einhverju leiti  og er ágætt meðan ekki finnst annað betra orð.  Að margra mati eru þetta merkilegasti flokkur safnplatna. Það eru plötur sem hljóðritaðar eru sérstaklega fyrir viðkomandi safnplötu, og skiptir þá engu hvort þar er um að ræða nýsamið efni eins og til að mynda Vermdum hálendið eða lög sem áður hafa komið út í flutningi annar. Þar sem hinir ýmsu aðilar koma fram undir eigin nöfnum og syngja stök lög samanber t.d. plöturnar sem Björgvin Halldórsson hefur unnið að kallað Íslandslög. Safnplatan sem tileinkuð var minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar og nefnist Söknuður færi einnig í þennan flokk og svo mætti lengi telja.  Þarna er um að ræða að lögin eru hljóðrituð á ný og þeim upptökum aðeins ætlaður staður á safnplötunni.


Bubbi á safnplötum

Og til að taka af misskilning sem oft hefur komið þá voru fyrstu Íslensku LP plöturnar safnplötur sem við myndum flokka sem þema safnplötur, enda var valið á þær áður útgefið efni sem notið hafði vinsælda meðal almennings. og flest laganna komið áður út á 78 snúninga plötum.
Fyrsta samstarfs safnplatan var líklega Poppfestival sem Tónaútgáfan á Akureyri gaf út árið 1970.

Bubbi Morthens hefur komið fram á ótal safnplötum af öllum gerðum. Fyrsta almenna safnplatan var Flugur 1980, reyndar með Utangarðsmönnum. En það skiptir ekki öllu máli. Lauslega telst okkur til að finna megi söng eða gítarleik Bubba á 91 safnplötu frá því hann hóf ferilinn, sem er ekki lítið.
Mönnum má vel finnast þessar safnplötur mismerkilegar, enda eru þær það, sumar eru gefnar út fyrir ákveðin hóp í takmörkuðu upplagi og fara sem slíkar aldrei á almennan markað Efnið til á öðrum plötum og aðeins um þessa einu útgáfupressun að ræða. Nefna má plötur eins og Svalasmelli og eins og Toyotastuðarinn, báðar gefnar út í samstarfi við ákveðin fyrirtæki sem nýttu sér þær í auglýsingarskyni. Svo eru plötur sem teljast merkilegar eins og fyrsta platan Flugur þar sem um breyta útgáfur laganna er að ræða hvað Bubba varðar, Íslandslögin munu einnig teljast til merkilegra safnplatna og munu líklega verða endurútgefnar enda gengið vel í sölu meðal erlendra gesta sem taka vilja með sér íslenska tónlist heim.  

En eins og í upphafi þar sem safnplöturnar eru sagðar hjálpa útgefandanum þá hjálpa þær líka okkur að eignast það sem hæst hefur risið hverju sinni,

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.