Main Header

Plötuumslög - Sagan

Það er í mörg horn að líta þegar ráðist er í útgáfu á plötu. Eitt þeirra er umslag plötunnar, hönnun þess og útlit. Eins undarlega og það kann að hljóma virðast sem menn leggi mismikið upp úr þessum þætti og útkoman stundum í samræmi við það. Þrátt fyrir að sýnt hafi verið og sannað með könnunum  að vel gert umslag getur haft aukin áhrif á sölu platna, eins getur allt eins talist líklegt að illa gert umslag geti dregið úr sölunni. Umslagið er jú það fyrsta sem blasir við kaupandanum. Þegar fjallað er um umbúðir og frágang platna má heyra á mörgum að þeir sakna LP plötunnar. Þar sem ummálið c.a. þrjátíu og einn og hálfur sentimetri á hvern kant á móti tólf sentimetrum CD kápunnar. Og LP plötuumslagið mátti fjórfalda í stærð með því að hafa svokallað samanbrotið albúm (gatefold sleeve) sem urðu áberandi um miðjan sjöunda áratuginn. Í þessum mola ætlum við að líta rétt yfir söguna í þessum efnum.

 

Sagan: Umslög útlit og hönnun

Image
Róleg þróun fyrstu ár plötunnar

Í árdaga hljómplötunnar var ekki mikið lagt í umbúðirnar. Yfirleitt var um að ræða brún pappírspoka umslög og notuðu sumir útgefendur vaxborin stífaðan pappír sem þóttu hlífa betur viðkvæmri lakkplötunni, sem gjarnan brotnaði við minnsta högg. Þessi umslög voru með gati á miðju til að hægt væri að lesa af plötuhringnum hvaða lög og listamann platan hefði að geyma. Fljótlega fóru útgefendur þó að nýta sér þessi umslög til að auglýsa útgáfufyrirtækið og jafnvel aðrar plötur útgáfunnar, og um leið jókst litaval umslaganna og gjarnar notaður ljósari pappír og stafirnir voru í hinum margvíslegu litum.
 

Image
Fyrstu sérhönnuðu umslögin voru í bókarformi

Það var 1909 sem þýska útgáfufyrirtækið Odion gaf út verkið Nutcracker Suite eftir Tchaikovsky, tvær tveggja hliða plötur í sérhönnuðu umslagi. Ekki er til þess vitað að önnur fyrirtæki hafi á þessum tíma fylgt í kjölfarið hvað sérstaka hönnun umslaga varðar. Er þetta því talið fyrsta sérhannaða plötuumslagið.

Upp úr 1920 fór menn að gefa út sérstök umslög fyrir plötur einskonar bækur þar sem menn gátu geymt plötur sínar í. allt frá 5 og 10 plötur í hverri bók. Þetta þótti fara betur með plöturnar sem nú var hægt að hafa í stofuhilluinni innan um bækurnar og stóðu þá upp á endann.

Það var svo upp úr 1930 sem einstaka útgáfur fóru að gefa út plötu í umslögum eins og við þekkjum hvað best. Það er að umslagið var merkt viðkomandi útgáfuverki eða myndskreytt á einhvern hátt og tengdist þannig viðkomandi útgáfuverki.  Var oftast notast við einfalda ljósmynd og heiti plötunnar og flytjandans fóru að sjást framan á viðkomandi umslagi. Plötupokinn brúni tók breytingum og varð þunnur hvítt pappírsumslag til að vermda plötuna fyrir ryki og grófu innrabyrði plötuumslagsins.

Image
Alex Steinweiss með nokkur verka sinna

1938, réð Columbia útgáfan  grafíska hönnuðinn Alex Steinweiss og í hans höndum var hönnuð og útlit umslaga og plötuhringja fyrirtækisins. Alex var fæddur í Brooklyn, New York, 24 mars 1917. Þessi starfi sínu gengdi Alex allt til ársins 1973. Er hann lét af störfum og hóf að sinna sjálfstæðri myndlist. Alex hafði þá hannað yfir 2500 umslög fyrir útgáfuna.
Menn fóru þó ekki að gera sér almennt grein fyrir mikilvægi umslagsins fyrr en um 1950. Frá þeim tíma og allt til ársins 1980 varð þessi þáttur útgáfunnar æ mikilvægari. Og í dag er svo að mörg umslög lifa sem einskonar vörumerki viðkomandi plötu. Þó ekki ætti að þurfa að nefna þar nein dæmi má benda á umslög eins og bananaplötu Velvet Underground, Sgt. Pepper's...plötuna með Bítlunum.

Umslögin og gerð umbúða hefur þróast í fullur samræmi við aðra þætti plötuútgáfunnar. Frá því að vera í höndum sérstakra plötuútgáfufyrirtækja sem réðu sérstaka menn til að sjá um þetta. Með tímanum var einnig leitast við að fá aðra útanað komandi til að hanna umslög og letur og hafa margir skapað sér nafn á þessu sviði hvort heldur er erlendis eða hér heima.
En nú eru breyttir tímar. Nánast hver sem er á þokkalega góða möguleika að vinna svo til alla þætti er lúta að útgáfu plötunnar. Skrifa má þessa byltingu á tilkomu tölvunnar og forrita sem henta viðkomandi þætti.

Íslenskur plötumarkaður er smár og menn verða því að hafa fulla gát á öllum kostnaði við gerð hverrar plötu eigi hún að standa undir kostnaði. Líklega er það megin ástæða þess hve einfaldar ljósmyndir voru algengar á plötuumslögum á árum áður. Skoðið t.d. plötuumslög SG hljómplatna. Stór hluti þeirra platna sem frá útgáfunni komu voru prýddar ljósmynd á framhlið umslagsins. En Svavar Gests, eigandi SG hljómplatna var maðurinn á bak við gerð flestra umslaganna og átti það þó til þegar fram liðu tímar að skipta út myndum og grunnlitum þegar plötur voru endurútgefnar og þannig uppfæra plötuna til þess tíma sem hún var gefin út á. Nægir að nefna fyrstu smáskífu SG hljómplatna í því sambandi. Þetta gerðu fleiri útgáfur og frægt dæmi er hin klassíska plata Vilhjálms Vilhjálmssonar – Hana Nú sem út kom árið 1976 hjá Hljóplötuútgáfunni.
En með tilkomu fyrirtækja eins og Steinar hf og Skífunnar sem rekin voru á allt öðrum forsemdum en þau fyrirtæki sem annast höfðu plötuútgáfu áður komu fram nýir siðir og kom þá fram menn á borð við Ernst J. Backman og Sveinbjörn Gunnarsson. Þá komu líka til fyrirtæki á borð við Prisma sem sáu bæði um filmusetningu og prentun og jafnvel hönnun. Þetta var nokkuð áberandi á níunda áratugnum. Stundum leituðu fyrirtækin til þekktra hönnuða t.d. hannaði Dóra Einars fatahönnuður umslag safnplötunnar Partý sem Steinar hf gaf út árið 1982. Með tilkomu þessara fyrirtækja og hönnuða varð það algengara að hanna umslög frá grunni það er að notast ekki við einfalda ljósmynd sem á umslaginu. Óneitanlega er sum umslög (hvort heldur er erlend eða innlend) hrein og klár listaverk. Til marks er gaman að skoða bók þeirra Jónatans Garðarssonar og Arnars Eggerts Thoroddsen 100 Bestu Plötur Íslandssögunnar. Innan við helmingur platnanna sem bókin nær yfir bera ljósmynd af flytjendum platnanna framan á umslagi plötunnar.

Image
Tvær af umræddum plötum

Þegar menn fóru að leika sér með hið frjálsa form, dýpt og lögun og samsetningu ólíkra hluta í myndlist snemma á áttunda áratugnum varð til svokölluð 3D-Art sem nú , eftir tilkomu tölvunnar er oftar kölluð Digital-Art eða Computer-Art. Undir þá skilgreiningu falla plötur eins og Mannakornsplötuna Í gegnum tíðina (1977) og þessa tækni má einnig sjá á plötu Gunnars Þórðarsonar Himin og Jörð (1981) og nokkrum fjölda annara platna í gegnum tíðina.
En eins og menn hafa verið skapandi við útlit umslagana er ekki mikið um að menn séu að sérhanna umslögin sjálf sem slík hvað formið varðar. En eitt og eitt hefur þó byrst okkur í gegnum tíðina. Frægast eru líklega umslag Trúbrotsplötunnar Lifun. þar sem hornin voru skorin af plötunni Heiðurinn af því á Baldvin Halldórsson, Bróðir Björgvins Halldórssonar. Baldvin setti mark sitt á fleiri útgáfur því hann prentaði fjölda umslaga í Prisma prentverksmiðjunni auk þess að taka þátt í að stofna plötupressuna Alfa í eina tíð. Önnur söguleg plata var fysta plata Jóhanns G. Jóhannsonar smáskífa sem ber lögin Brotin gítar og Þögnin rofin. Umslagið er einskonar þríhyrningur á opnanlega kantinn brotin saman á annari hliðinni og svo platan innsigluð þannig að til að hlusta á plötuna varð að rjúfa innsiglið. Þriðja platan sem vert er að nefna sem kom í sérhönnuðu umslagi var 45rpm með Utangarðmönnum. Platan var með einskonar afrifanlegum flipa að ofanverðu. Fyrir miðjum þessum flipa var stórt hringlaga gat sem kom út eins og einskonar hald.

Í seinni tíð hefur Sena, áður Skífan borið höfuð og herðar yfir aðra útgefendur hvað fjölda útgáfutitla varðar. Aðalhönnuður þar til margra ára Páll Ólafsson á stóran þátt í mörgum platna útgáfunnar og einnig Bubba eftir að Bubbi hóf að starfa undir því merki. En í næsta mola er einmitt ætlun okkar að renna lauslega yfir helstu plötur Bubba hvað umslög varðar,  Kannski velja þau bestu og jafnvel þau slökustu hver veit?

Bárður Örn Bárðarson fyrir bubbi.is í júní 2010

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.