Main Header

Safnplötulögin

Þau eru orðin nokkuð mörg lögin sem Bubbi hefur flutt og hafa komið út á safnplötum í gegnum tíðina. Nokkur þeirra hafa reyndar aldrei komið út nema á slíkum safnplötum. Hér er ætlunin að telja þau upp með það í huga að auðvelda áhugasömum að bæta safnið sitt. Það undarlega er að mörg þessara laga eru langt fyrir ofan meðallag í gæðum. Í raun væri þessi listi flottur lagalisti á safnplötu einn og sér

Í síðasta pistli fjölluðum við um safnplötur. Ástæða þess að ég setti fram þessar skilgreiningar á safnplötum og flokkaði þær er sú að hér er ætlunin að lista upp lög sem aðeins er að finna á safnplötum. Er þetta gert fyrir þá sem áhuga hafa á að bæta Bubbasafnið sitt og geta þá hafið leit að safnplötum sem skipta máli í þessu samhengi. Reyndar eru breyttar útgáfur laga einnig að finna á nokkrum safnplötum en um þau lög og þær safnplötur síðar. Hér eru lög sem finna má á safnplötum og hér er Bubbi í aðalhlutverki sem söngvari.

Lög sem ekki hafa komið út nema á neðangreindum plötum

Maður hefur nú (úr kvikmyndinni Skilaboð til Söndru)
        Rás 4 (LP, 1983) / Bíólögin (CD,1993)
Braggablús
       Reykjavíkurflugur Gunnars Þórðarsonar (LP/CD, 1986)
Vopn og Verjur – Varnaglarnir
       Lífið er lag (LP 1987) / 100 Íslensk 80‘s lög (CD, 2007)
Við heimtum aukavinnu
       Lög Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar (LP/CD, 1987)
Ísland er land þitt
       Ísland er land þitt (LP, 1988)
Gamall draumur
       Gamall draumur (KA – Óskar Guðjóns) / Aldrei ég gleymi (CD, 1992)*
Stína ó Stína
       Íslandslögin 2 (CD, 1992) ( Undir bláhimni – Íslandslögin (CD, 2002)
Bíódagar
       Bíódagar (kvikmyndatónlist) CD, 1994)
Bourgeosis blues (tónleikaupptaka)
       Guðmundur Ingólfsson (CD, 1995)
Við erum KR – Bubbi og gömlu brýnin
         Allir sem einn (CD, 1996) / KR platan (CD, 2000) / Alltaf í boltanum (CD, 2003)
VÁ – Bubbi og krakkar úr kór Kársnesskóla
       Nokkur bestu barnalögin (CD, 1997) / Stóra barnaplatan 3 (CD, 2002)
Hrafninn
       Vilhjálmur Vilhjálmsson, Söknuður (CD1998)*
Kata Rokkar
       Íslandslögin 4 (CD, 1999)
Mansöngur
Ólafsvíkurrútan
       Dans stöðumælanna (CD, 2000)
Í bljúgri bæn
       Íslandslögin 5, Í kirkjum landsins (CD, 2000) / Pottþétt gospel (CD, 2001)
Íslenski draumurinn – Utangarðsmenn
       Íslenski draumurinn (úr kvikmynd, CD 2000)
Þjófastefna
       Vermdum hálendið (CD, 2003)
Vorvísa
       Íslandslögin 6 (CD, 2003)
Ég er kominn heim - Bubbi pg Björn Jörundur
        Pottþétt 46 (CD, 2008)
Eyjan mín græna – Egó
       Sumar á Íslandi 2009 (CD, 2009)

*Gamall draumur var einnig endurútgefin á plötu Óskars – Lífsins línudans (2001), Lagið Hrafninn: til er tónleikaupptaka frá tónleikum í Laugardalshöllinni, sem komu út á plötunni. Minningartónleikar Vilhjálmur Vilhjálmsson  (CD/DVD, 2008).Hér fyrir ofan eru listuð lög sem aðeins má finna á safnplötum en ekki komið út annars staðar nema. Vonum að þetta hjálpi einhverjum að bæta safnið.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.