Main Header

Færibandslögin

13. október 2008 hóf nýr þáttur göngu sína á Rás 2 á Mánudagskvöldum eftir 10. fréttir. Þátturinn sem var undir stjórn Bubba Morthens hlaut heitið Færibandið, og er enn á dagskrá Rásarinnar. Fjölmargir harðir aðdáendur Bubba fögnuðu honum óspart þegar ljóst var að Bubbi lagði upp með að byrja kvöldið á að flytja nýtt áður óútgefið lag einn með kassagítarinn í beinni útsendingu. Umræðan var dægurmál líðandi stundar og pólitíkin og það hrun sem skollið hafði yfir íslenskt samfélag var umræðugrunnurinn.

13. október 2008Bubbi fékk málsmetandi menn í þáttinn og ræddi við þá um ástand þjóðfélagsins. Á þessum nótum og með þessa forskrift hélst þátturinn í nokkurn tíma. En ýmis öfl í sterkari kantinum voru lítt hrifin að því að maður með jafn pólitískar skoðanir fengi að tala tæpitungulaust í ríkisútvarpinu, og það að auka til í að láta hlutina flakka. Þetta þótti sumum ófært með öllu. Þessu varð að breyta og menn biðu þess að Bubbi misstígi sig á svellinu.

Það kom að því að menn létu til skara skríða og Bubbi fékk átölur frá yfirmönnum útvarps. Honum var gert að skipta um gír. Skilaboðin voru; Þetta á að vera dægurmálaþáttur en ekki pólitískar umfjallanir. Bubbi hafði ekki um annað að velja en taka þessu tiltali ætlaði hann sér að sjá áfram um þáttagerð á Rás 2. Kassagítarnum var lagt, lögin hurfu og Bubbi tók til við að rekja æviskeið þekktra tónlistarmanna. Pólitíkin var horfin og lögin líka. Vissulega má segja í staðin eignaðist þjóðin sögur manna sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt mikið til samfélagsins með sinni listgrein.

Lögin sem Bubbi flutti þessi kvöld hafa meðal aðdáenda gengið undir heitinu Færibandslögin. Mörg þeirra voru að sögn Bubba samin á þeirri stund sem hann spilaði þau.

Þegar farið er yfir þetta efni sést vel að í byrjun á hvert lag sér skýrskotun til gamalla laga Bubba. En slíkar nálganir hurfu þó fljótlega. Ný lög sem síðar voru unnin fyrir Egóplötuna 6. október voru frumflutt í Færibandinu líkt og titillagið 6. október, og Fallegi lúserinn. Þarna duttu einnig inn gömul lög sem Bubbi hefur áður flutt í sjónvarpi eins og Óttinn er leikurinn. og lög voru einnig endurflutt í nýrri útsetningu eins og Æ, vívi og Dagurinn sem bankinn þinn dó. Vissulega eru þessar lagasmíðar misjafnar að gæðum en um það þarf ekki að fjölyrða að allar eru þær vel yfir meðallagi og sumar fantagóðar. Flest eiga þessi lög það sameiginlegt að fjalla um þjóðfélagsástandið og kreppuna á einn eða annan hátt. Þó inn á milli séu fallegir gullmolar á borð við jólalagið og Nýfætt barn. Sum lagaheitanna eru hér einfaldlega gefið heiti út frá viðlaginu.

                 Færibandslögin
13. október 2008     Bankakrísublús
20. október 2008     Að fyrirgefa
3. nóvember 2008    Ekkert er að ske
10. nóvember 2008  Krónublús
17. nóvember 2008  Hún Mamma sagði mér það
24. nóvember2008   Við skulum dansa aftur þegar birtir
8. desember 2008    Engin leið að hank ´ann
15. desember 2008  Ég lét rödd mína hljóma
22. desember 2008  Snjókornin falla
5. janúar 2009         Kannski var bylting vorið 2009
12. janúar 2009       Það er til þjóð
19. janúar 2009       „ónafngreint lag" (þeir í Kaupþingi kunna að svindla)
26. janúar 2009       Þeir hnýttu þjóðinni snöru (síðar 6. október)
2. febrúar 2009       Álþursinn
9. febrúar 2009       Dagurinn sem bankinn þinn dó
16. febrúar 2009     Fallegi lúserinn minn
23. febrúar 2009     Skömmin á milli þeirra (gefið út á 6. október sem Hrunið (Skömmin...)
2. mars 2009          Hvernig tilfinning er það
9. mars 2009          Æ, Víví
16. mars 2009        Allt við það sama
23. mars 2009        Engill ræður för
30. mars 2009        Æ, Víví (ný útsetning)
6. apríl 2009           Heilinn skröltir laus
20. apríl 2009         „Ónafngreint lag" (Landið brennur, kjóstu mig)
27. apríl 2009         Biðraðir og bomsur
4. maí 2009            Dagurinn sem bankinn þinn dó (ný útsetning)
11. maí 2009          „ónefndur prósi"
18. maí 2009          Sumarið er komið
25. maí 2009          „ónafngreint lag" Hættum að borga
8. júní 20009          Óttinn er leikurinn
15. júní 2009          Það er jákvætt
22. júní 2009          „ónefnt lag" Gjaldþrot
6. júlí 2009             „ónefnt lag" (Gettu hvað ég sá)
13. júlí 2009           „ónefnt lag" (Segðu mér mamma)
17. ágúst 2009       „ónefnt lag" (Nýfætt barn)
24. ágúst 2009       „ónefnt lag" (Mannæta)

Ég eins og fjölmargir aðrir aðdáendur Bubba söknum laganna í Færibandinu.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.