Main Header

Bubbi á enn met á listum yfir mest seldu plöturnar

Image
Flestar plötur á birtum sölulistum

Undanfarið hefur Íslensk hljómplötuskrá unnið að skrá mest seldu plötur landsins í tölvutækt form. En byrjað var að birta topp 10 lista yfir þær í dagblaðinu Vísir um mitt ár 1978. Slíkir listar hafa byrst svo til samfellt síðan.

Bubbi.is fékk að kíkja í þessa samantekt og tína út þær plötur sem koma Bubba við. Með það fyrir augum að sjá hver staða hans væri í gegnum tíðina. Við spurðum um leið hvort Bubbi eigi einhver met í heildarsamantekt listanna.


Svarið við þeirri spurningu er að þeim fer fækkandi metum Bubba á þessum lista. Því t.d. tóku Helgi Björns og Reiðmenn vindanna nýlega met sem Bubbi átti reyndar með Nervana og Pöpunum en þessir þrír aðilar áttu það sameiginlegt að hafa átt plötu í samtals 13 vikur í 1. sæti listans. Helgi og félagar sátu í  17 vikur samfellt í 1. sætinu með plötu sinni Þú komst í hlaðið.

En tvö met Bubba á listanum standa þó enn. Það fyrra er  fjöldi platna. Enginn aðili hefur átt þar fleiri plötu.  43 plötur eru skrifaðar á Bubba sem sólista og eru þar meðtaldar plötur t.d. tvær með Rúnari Júl., ein með Guðmundi Péturssyni og önnur með Megasi og svo mætti áfram telja. En á Þessum plötum er Bubbi skráður sem sólisti og telja þær því til sólóverka hans.

Hitt metið er að líklega á enginn einn listamaður jafnmargar vikur á þessum lista og Bubbi. Meira um það síðar.
Litið er á sveitir sem Bubbi hefur starfað með sem annan flytjenda og þar eiga Utangarðsmenn fimm plötur á þessum lista, Egóið með sjö plötur og GCD og Das Kapital með eina hvor sveit.

Áður en við hellum okkur í tölfræðina verður að minnast á eitt sem vakti athygli bubbi.is. Það er að  safnplata GCD – Mýrdalssandur sem kom út árið 2002 komst aldrei inn á topp 30. Og setur hún því einskonar lægðarmet í feril Bubba. Hún er eina þekkta verkið sem segja má að haf komið út í almenna sölu án þess að komast á lista. En skellum okkur í tölfræðina

Samantekt Bubba á vinsældalistum – Tónlistanum 1980-2010

Bubbi - 43 plötur, 567 vikur á lista, 116 vikur í 1. sæti
Utangarðsmenn - 5 plötur, 36 vikur á lista, 1 vika í 1. sæti
Egó – 7 plötur, 76 vikur á lista, 6 vikur í 1. sæti
Das Kapital - 1. plata, 3 vikur á lista
GCD – 1 plata, 19 vikur á lista, 4 vikur í 1. sæti

Áður en við komum með samtölurnar skal tekið fram að ein platna Bubbi lenti í öðru tveggja tímabila þar sem bylting listans féll niður. DV hætti að birta listann um mitt ár 1998. Þegar Mbl hóf að birta Tónlistann í nóvember sama ár var platan Arfur þá í 10 sæti. Platan hafi verið gefin út mánuði áður og má ætla að þar vanti 2-3 vikur í efri hluta listans, því það hefur verið nánast föst regla að plötur Bubbi hafa skotist beint inn á listann við útkomu.

En samtölur þess eru þá hér:

SAMTALS: 57 plötur – 698 vikur á lista, 127 vikur í 1. sæti

Þetta jafngildir því að Bubbi hafi átt plötu á birtum topplista aðra hvora viku allann sinn feril.

Að auki hefur Bubbi átt lög á fjölda safnplatna, plötum annarra listamanna sem einnig hafa gert það gott á Tónlistanum. og ætla má að þessar tölur tvöfaldist væru þær taldar með. og auk þess er langt liðið á árið 2011 og þar hefur enn bæst í vikufjöldann.

P.S. hér er stærð lista eins og hann er hverju sinni

Topp 10    23. júní 1978 – 22. janúar 1993
Topp 20    28. janúar 1993 – 26. júní 1998 (þá hættir DV birtingu listans)
Topp 30    20. nóvember 1998 (45. vika, þá hefur Morgunblaðið birtingu listans) – 31. desember 2010

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.