Main Header

Bubbi un nokkur lög sín - Annar hluti

Í síðasta mola tókum við fyrir umsagnir Bubba um nokkur laga sinna. Hér kemur viðbót við þetta, eins konar seinni hluti þess þar sem Bubbi segir sjálfur frá nokkrum laga sinna. Sumar þessara umsagna Bubba þekkja menn vel frá tónleikum í gegnum tíðina eða annars staðar meðan aðrar umsagnir Bubba eru að birtast í ritmáli í fyrsta sinn. Þessir molar eru gerðir í von um að einhverjir aðdáendur og aðrir hafi gaman af, njótið vel.

ImageÍ spegli Helgu
Upptaka: Hljóðriti 4. október 1982 – Útgáfa: Egó – Í mynd (1982)
Bubbi: Helga er stúlka sem býr á Seyðisfirði. Falleg, yndisleg stelpa sem ég kynntist á þessum hljómleikaferðum okkar. Og ég gisti oft hjá henni þegar ég var á Seyðisfirði. Hún var flinkur teknari, hún átti lítið barn. Já ég held að hún hafi verið svona ein af konum númer tvö í mínu lífi, önnur konan, því ég var giftur á þessum tíma. Já því það kom fyrir að ég svaf hjá henni. Ég get auðvitað ekkert verið að fegra hlutina eða réttlæta þá, þannig var það bara…
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 25.12.1993)

Ísbjarnarblús
Upptaka: Tóntækni (1980) – Útgáfa: Ísbjarnarblús (1980)
Bubbi: Ísbjarnarblúsinn var sá fyrsti (textinn) sem ég lauk við og var ánægður með. Hugmyndin að honum var ódýr. Ég hafði verið að lesa Bílaborgina eftir Arthur Hailey þar sem hann lýsir negrum sem skrúfa bolta í bíla við færibönd í verksmiðjum. Þessa hugmynd flutti ég í Ísbjörninn þar sem ég var að vinna við færiband, gerði negrana hans Haileys að stúlkum og strákum sem gerðu að fiski.
(Bubbi í bókinni Bubbi 1990)

Laugardagsmorgun
Upptaka: Grjótnáman í júlí og ágúst 1990 – Útgáfa: Sögur af landi (1990)
Bubbi: Ég þekki vel til dekkri hliðanna á Reykjavík eftir mína broguðu ævi, og mér finnst sá heimur geyma víðara litróf en slétt og fellt mannlíf. En auðvitað er líka maðkur undir steini í fínu stofunum ef maður gáir. Ofbeldi spyr ekki um stétt né stöðu.
Í textanum sem heitir Laugardagsmorgun er ég að reyna að ná stemmingu á heimili morguninn eftir ofbeldisnótt. Ég segi ekki skil á persónum, veit ekki hvað gerðist, kem bara inn að utan og horfi yfir blóðvöllinn. Horfi í kringum mig og sýni hlustandanum það sem ég sé og læt hann um að púsla sögunni saman.
(Bubbi: í bókinni Bubbi bls 235)

Litli hermaðurinn
Uppptaka: Hljóðriti 1983 – Útgáfa: Línudans (1983)
Bubbi: ,,Draumarnir eru stöffið sem við nærumst öll á”; Já er það ekki,  þarna erum við strax komin inn í eiturlyfjaveröld Bubba Morthens. Já, já þarna er ég bara,-- tvíræð merking – Fólk nærist á draumum og draumaheimur minn á þessum tíma var þessi dökki, dökki, dökki heimur sem ég lifði í. En ég er á því að víst nærist mannkindin á draumum.
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 25.12.1993)

Maður án tungumáls
Upptaka: Stúdíó Sýrlandi í júní 1994 – Útgáfa: 3. heimar (1994)
Bubbi: Maður án tungumáls varð til þegar ég horfði á kór Verslunarskólans hjá Hemma Gunn. Krakkarnir komu þarna fram með brot úr Jesus Christ Superstar og sungu það á ensku þrátt fyrir að tvær íslenskar  þýðingar á verkinu séu til. Mér varð svo mikið um að ég stökk til og hripaði hjá mér nokkur brot sem síðan urðu að þessum texta. Ég var alveg gapandi yfir móralnum hjá þessu unga fólki." íslenskir textar eru Bubba augsýnilega hjartans mál. „Fólk talar ofl um að enska sé mál rokksins," segir hann. „Hvers vegna er gríska þá ekki mál bókarinnar? Eiga rithöfundar ekki að skrifa allar sínar bækur á grísku ef við notum sömu röksemdafærslu? Nei, ég óttast að ansi margir af þeim sem syngja á ensku hafi frá litlu að segja og reyni að breiða yfir það með því að nota erlent tungumál."
(Bubbi í viðtali við DV 20 okt 1994)

Manstu
Upptaka: Stúdíó Sýrland og Southern Studios í ágúst og september 1987 – Útgáfa: Dögun (1987)
Bubbi: …er upprifjun, upprifjun á rugli, ég er að tala til gamals félaga og við rifjum upp
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 1.1.1994)

Með þér
Upptaka: Stúdíó Sýrland í apríl og maí 1997 – Útgáfa: Trúir þú á engla (1997)
Bubbi: Þetta er svar mitt við þeim sem hafa gagnrýnt mig fyrir að syngja um lífið og ástina. Ég skil þær raddir að vissu leyti, því þegar þú ert tvítugur hugar þú ekki út í það að þú eigir eftir að verða þrítugur, hvað þá fertugur. Eins og ég segi í textanum ,,ég syng um það sem skiptir máli aðeins fyrir mig” og það er það sem ég hef gert alla tíð. Stóru ástina í lífinu er hægt að mæra endalaust, eins og þessir ungu popparar og rokkarar eiga eftir að skilja síðar. 
(Bubbi: MBL 26.10.1997)

ImageMescalín
Upptaka: Hljóðriti 20. september 1982 – Útgáfa: Egó - Í mynd (1982)
Bubbi: Já, Rannveig heitir þessi stelpa. Þær hittust einu sinni, fyrrverandi konan mín og hún í uppgjöri sem ég sagði einu sinni frá í sjónvarpsþætti hjá Ingó og Völu um framhjáhöld. Og ekkert meira um það að segja, þessi texti er um Rannveigu.
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 25.12.1993)

Miðnesheiði
Upptaka: Hljóðriti í ágúst 1980 -  Útgáfa: Utangarðsmanna - Ha ha ha (Rækjureggae) (1980)
Bubbi: Ég er þarna bara að lýsa því sem ég hafði séð með eigin augum þegar ég vann hjá glæpasamtökum á Vellinum við að byggja sjúkrahús undir rassgatið á könunum. – sem ég skammast mín ævinlega fyrir síðan…
(Bubbi: HP 22.2.1980)

Móðir
Upptaka: Hljóðriti 14.2. 1982 – Útgáfa: Egó - Breyttir tímar (1982)
Bubbi: Já, Breyttir tímar, samt var ég óhress með Móðir, Aðalega vegna þess að þetta varð svoddan voðalegur smellur. Það hefði verið skemmtilegra að það hafði verið betri texti við svona stóran smell. Málið er að þetta lag var samið á svona fimm mínútum upp í Tónabæ, sem þá hét, í sándtékki. Það hafði komið í fréttum að einhver geðveikur ofbeldismaður hefði nauðgað og slasað, misþyrmt stúlku í Þverholtinu og við heyrðum þetta bara í bílnum á leiðinni upp í Tónabæ og gerðum textann sem sagt inn í Tónabæ. En lagið var í  allt  í lagi, þetta var svona ,,Katsí” lag, en ég hefði nú glaður viljað leggja meiri vinnu í textann.
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 25.12.1993) 

Myrkur sjór og sandur
Upptaka: Grjótnáman og Stúdíó Sýrland í maí 1992 – Útgáfa: Von (1992)
Bubbi: Í beinu framhaldi af að lesa Reikult er rótlaust þangið eftir Jóhann Sigurjónsson varð til ljóð sem heitir Myrkur, sjór og sandur.
(Bubbi: í bókinni Bubbi , bls 233)

Pollýanna
Upptaka: Stúdíó Sýrland í ágúst - september 2000 – Útgáfa: Sögur 1990-2000.
Bubbi: Pollýanna er nú þekkt fyrir allt annað en að vera með uppsteyti og leiðindi. Þetta er svona manneskja sem hefur gengist upp í því að taka á móti hvaða skít sem er og hvaða vandamáli sem er með bros á vör, sem er auðvitað mikil dyggð og einstakur hæfileiki. En þessi Pollýanna sem ég syng um  samþykkir ekki þessa skilmála. Hún dregur stríðsfánan á hún og segir Hingað og ekki lengra. Þetta er í rauninni lag um kúgaðar húsmæður og svona mjög klassískt popplag þar sem fyrst og fremst tónlistin skiptir öllu máli og orðin svona samin í kringum tónlistina. Þetta er í raun típýskur popptexti þar sem ekki er bundið við neitt form. Ekki reynt að stuðla eða ríma eð neitt þvíumlíkt þetta er bara venjulegur popptexti og það er nú ekki mikið meira um hana Pollýönnu að segja, nema ég er ánægður með að hún skuli hafa risið upp og sagt hingað og ekki lengra.
(Bubbi í þætti á Rás tvö 1.12.2000 um Sögur 1990-2000)

Samband í Berlín

Upptaka: Hljóðriti 2.10.1980 – Útgáfa: Utangarðsmenn - Geislavirkir (1980)
Bubbi: Hroki, bara og remba, og eðlilega á þeim tíma held ég. Tíðarandinn,  Rokk og ról, og dóp, og brennivín og kvenfólk, þetta var allt í einhverjum ofurskömmtum hjá okkur, já ég held að maður verið bara að viðurkenna það. Þannig var það bara.
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 25.12.1993)

Sá sem gaf þér ljósið
Upptaka: Stúdíó Sýrland 1996 – Útgáfa Allar áttir (1996)
Bubbi: Sá sem gaf þér ljósið er lag sem mér þykir vænt um. Það var kannski mín fyrsta trúarjátning og hún fjallar um bók bókanna. En um leið er þetta líka nokkurs konar syndaaflausn til félaga míns í gamla daga sem að frelsaðist. En þetta er lag sem mér þykir mikið, mikið vænt um.
(Bubbi í þætti á Rás tvö 1.12.2000 um Sögur 1990-2000)

Stúlkan sem starir á hafið
Upptaka: Hljóðriti í september 1990 – Útgáfa Sögur af landi (1990)
Bubbi: …hún var til, hún er dáin, en hún var til. Það var ákveðið þorp sem ég sá hana í, fyrir mörgum, mörgum árum þegar ég var ungur og vann sem farandverkamaður. Ég varð ástfanginn af þessari stelpu. En vissi sem sagt ekkert að hún væri veik á geði, en komst mjög fljótt að því og þá var bara eitt fyrir mig að gera, það var bara að yfirgefa plássið. Hún missti manninn sinn þessi stúlka í sjóslysi og sem sagt þoldi ekki álagið. Svo sá ég dánartilkynningu hennar í dagblaði þá rifjaðist þetta allt upp fyrir mér. Ég skálda að sjálfsögðu þarna inn í, þetta er ekki allt heilagur sannleikur, ekki allt, ekki allt en stór hluti af því. Textinn er um hana og að sjálfsögðu allar hinar konurnar sem hafa þurft að sjá á eftir þessum aragrúa af eiginmönnum og bræðrum, sonum í hafið.
(Bubbi: í þættunum: Augun í textum Bubba Morthens á Rás 2. 1.1.1994)

Þarafrumskógur
Upptaka: Púlsinn 15. nóvember 1990 – Útgáfa: Ég er (1991)
Bubbi: Ég var að gera jafnóskáldlegan hlut og að setja vatn í fötu  til að fara að skúra heima hjá mér þegar ég sá spegilmynd mína í fötunni og það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fann sjórekið lík í Vestmannaeyjahöfn. Ég var ekki viss um hvað þetta var og rak andlitið alveg niður að vatnsfletinum – og sá höfuðið marandi í kafi og augun galopin.
(Bubbi: í bókinni Bubbi bls 236, um lagið sem þá var ljóð og hét Fundur)

 

Samantekt: Bárður Örn Bárðarson fyrir Bubbi.is í maí 2010

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.