Main Header

Breyttir tímar í 30 ár - fyrri hluti

Í ár eru liðin heil 30 ár frá því eitt af meistaraverkum íslenskrar tónlistarsögu kom út. Við erum að sjálfsögðu að tala um plötu Egósins – Breyttir tímar. Í þessum pistli sem er fyrri hluti tveggja þar sem við beinum kastljósinu að þessari plötu er ætlunin að rekja sögu Bubba og sveitarinnar fram að útkom hennar. Í seinni hlutanum verður svo farið yfir efni plötunnar. Við sleppum þó að minnast á ýmsa minniháttar tónleika sem litlu skipta fyrir söguna sem slíka

En skoðum nú söguna.



15. ágúst 1981

Utangarðsmenn efna til tónleika ásamt Baraflokknum frá Akureyri í Háskólabíoói. Miðaverð var 69 krónur. Þessir tónleikar reyndust svanasöngur sveitarinnar. Umboðsmaður sveitarinnar þá var Hallvarður E. Þórsson en hann hafði tekið sveitina að sér eftir að Skandinavíutúrnum lauk.

28. ágúst 1981

Bubbi staðfestir við blaðamann DV að hann sé hættur með Utangarðsmönnum. Hann lætur þess jafnfram getið að hann hyggist stofna nýja sveit sem hafi bárujárnsrokk á dagskránni.

Um líkt leiti heimsækir hann Begga bróður sinn og Þorleif æskufélaga sinn sem þá voru saman við æfingar í kjallaraíbúð í vesturbænum. Þeir ákveða að stofna saman sveit og fá til liðs við sig trommarann Jóa Modorhead auk gítarleikarans Ragnar Sigurðsson sem vartitlaður sem session maður með sveitinni.

3. september 1981
DV upplýsir að líklega hafi Bubbi verið rekinn úr Utangarðsmönnum. og vill með því leiðrétta frásögn Bubba af því hvernir endalok samstarfsins komu til.

26 september 1981
Þjóðviljinn upplýsir að Bubbi sé kominn með nýja sveit Egó. Þetta sé fimm manna band sem spili rokktónlist með róttækum textum og ætlunin sé að hún komi fram opinberlega eftir um það bil mánuð.

10. október 1981

Lokahóf KSÍ fer fram á Hótel Borg og Þar kom Egóið fram í fyrsta sinn opinberlega.

2. nóvember 1981
Fyrsti túr Egósins um landið Dagskráin var svo hljóðandi
2. nóvember 1981 Valaskjálf, Egilsstöðum
3. nóvember 1981 Alþýðuskólinn að Eiðum
4. nóvember 1981 Egilsbúð, Neskaupstað
5. nóvember 1981 Félagslundur, Reyðarfirði
6. nóvember 1981 Herðubreið, Seyðisfirði
8. nóvember 1981 Sindrabær, Hornafirði
9. nóvember 1981 Skógaskóli, Rángárvallasýslu
12. nóvember 1981 Hótel Akranes, Akranesi
15 nóvember 1981 Sjálfstæðishúsið, Akureyri
17. nóvember 1981 Hótel Húsavík, Húsavík
18. nóvember 1981 Hérðasskólinn að Laugum
19 Nóvember 1981 Nýja bíó, Akureyri (ásamt BARA-Flokknum)
20. nóvember 1981 Hótel Höfn, Siglufirði
21. nóvember 1981 Reykjaskóli, Hrútafirði
25. nóvember 1981 Tónabær, Reykjavík
26. nóvember 1981 Hótel Borg, Reykjavík
28. nóvember 1981 Háskólabíó, Reykjaví (ásamt norsku rokksveitinni CUT)

Meðlimir í þessari fer voru: Bubbi Morthens: söngur, Bergþór Morthens Gítar, Þorleifur Guðjónsson: Bassi, Jói Modorhead: trommur. Ragnar Sigurðsson (sessionmaður) Gítar, og loks Örn Nielsen Hljóðmaður.

Fljótlega eftir að sveitin kom heim til Reykjavíkur hvarf Ragnar á braut og hélt erlendis til náms. Sömuleiðis tók Bjarnir Friðriksson við sem hljóðmaður sveitarinnar af Erni Nielsen.

23 janúar 1982
Dagblaðið Vísir – DV byrtir viðtal við Egóið þar sem Bubbi segir m.a.
„Við eru að æfa af fullum krafti undir plötuupptöku. Við förum í stúdíó í febrúarbyrjun. Við tökum upp 14 lög og gefum út á tveimur plötum. Að stofni til verður þetta ein 10 laga plata en síðan er ætlum við að gefa eina fjögurra laga plötu með í kaupbæti. Reyndar finnst mér alveg synd að geta ekki tekið upp fleiri lög að sinni. Við eigum 20-25 lög sem ég hefði viljað koma í plast en það verður að velja og hafna. Sannast sagna erum við í stökustu vandræðum þessa daganna.“

29 janúar 1982
Helgarpósturinn byrtir viðtal við Egóið. Bubba var þar tírætt um tilfinningalega kúgun karlmannna og sagði m.a.
„Ég er farinn að hrífast af dökku hliðunum. Þær eru líka fleiri. Myrkrið dregur mig til sín. Það er fullt af skemmtilegum hlutum í myrkrinu þegar þú ferð að pæla í því. Það lyggur við að sannleikurinn sé í klóakinu, í ræsinu. Toppurinn á samfélaginu er miklu spilltara en ræstið. Í felum á bak við sléttan og felldan hvítan hjúp.“
Og Bubbi gefur blaðamanni Stuðarnas sýnishorn í ljóðaformi:

Ótti
Ég hræðist myrkrið í vatninu
Ég óttast skuggana af trjánum
Ég óttast bleytuna af kynfærum mínum
Ég óttast að ná honum ekki upp
Ég óttast allt sem þú óttast
Þær krossfestu eistun á mér
Þær krossfestu karlmennskutákn mitt
Þær krossfestu mig sem kynveru
Á nóttinni þegar ég er búinn að elska grætur limur minn
Grætur þess að vera ekki lengur miðpunktur leiksins
Óttinn tekur við honum
Ég óttast þess eins að vera karlmaður
og þurfa að óttast.

30. janúar 1982
Maggi Stefánsson, fyrrum meðlim Utangarðsmanna og síðar Bodies gengur til liðs við Egóið að áeggja Bubba í stað Jóa ,,Motorhead“. En pressan hafði þá sagt frá því  að til hafi staðið að Maggi færi að spila með Brimkló. Maggi hvorki neitaði né staðfesti þær sögusagnir.

4. febrúar 1982
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins hélt Egoið í Hljóðrita fimmtudaginn 4. febrúar og hóf þar einhverjar upptökur. Magnús trommari var þá með í för, enda nýgenginn til liðs við sveitina.

6. febrúar 1982
Var slegið upp tónleikum á Lækjartorgi fyrir tilstilli aðstandenda myndarinnar Rokk í Reykjavík. Tónleikarnir voru kvikmyndaðir af Friðriki Þór Friðrikssyni, framleiðanda myndarinnar. En þetta voru síðustu upptökur fyrir myndina Rokk í Reykjavík. Hluti tónleikanna var síðar nýttur í kvikmyndina. Þess má geta að hér trommaði Maggi í fyrsta skipti opinberlega með sveitinni.

10. febrúar 1982
Gengu meðlimir Egosins inn um dyr Hljóðrita ásamt Tómasi Tómassyni
Egoið tók upp grunna 5 laga þennan dag. Meðal þeirra var Stórir strákar fá raflost, lagið var sungið inn á íslensku og síðar á ensku undir heitinu Big boys en þetta lag var annað tveggja sem sveitin hljóðritaði á báðum tungumálunum. Auk þess voru tekin upp lögin Vægan fékk hann dóm, Minnismerki og Tungan.

12. febrúar 1982
Sieg Heil tekið upp auk fleirri laga

14. febrúar 1982
Kláraði Egoið að taka upp grunna fyrir sína fyrstu hljóðversplötu. Talsverð vinna var eftir innan veggja hljóðversins við hljóðblöndun.

1. apríl 1982
Breyttir tímar kemur út.

16 apríl 1982
Breyttir tímar fer í 2 sæti lista yfir best seldu plötur landsins. Platan sat samtals 18 vikur á topp 10 og af þeim í tvær vikur í 1. sætinu. Lagið Móðir komst inn á vinsældalista DV sem unnin var af unglingum í Þróttheimum og sat í 16 vikur á topp 10 þess lista. Auk þess var lagið einnig á lista krakkana á Akureyri en þar var um tíma haldið úti samskonar vinsældalista.

15 maí 1982
Egóið með tónleika í Hafnarbíói í Hafnarfirði og ásamt þeim kom fram Grænlenski vísnasöngvarinn Peter O Petersen

29 maí 1982
Segir morgunblaðið frá hræringum í hljómsveitarbransanum og hugsanlega fari hljómboðrsleikari Einar Pálsson sem verið hafði í  Spilafíflunum yfir í Egóið, en sú sveit var þá að leysast upp.

1. júní 1982
Egóið heldur í sinn annan landsbyggðartúr Dagskrá sem blöðin fengu leit svo út.
1. júní 1982 Sindrabær, Höfn í Hornafirði
2. júní 1982 Félagslundur Reyðarfjörður*
3. júní 1982 Herðubreyð, Seyðisfjörður
4. júní 1982 Egilsbúð, Norfjörður (kl; 16:00)
4. júní 1982 Valarskjálf (dansleikur)
8. júní 1982 Hótel Húsavík
9. júní 1982 Dynheimar, Akureyri
10. júní 1982 Jótel Höfn, Siglufirði

Eitthvað hafði dagskráin skolast til því samkv. MBL 10. júní var fréttir frá Reyðarfirði dagsettar 8. júní og þar kom fram að Egóið hafði spilað þar kvöldið áður Það er 7. júní.

6. ágúst 1982
Egóið kemur fram á opnunarkvöldi skemmtistaðarsins Villti Tryllti Villi og lokalag þeirra var lagið Reykjavík brennur en það lag kom ekki út fyrr en á þriðju og síðustu plötu sveitarinnar 1984 Frá þessu er sagt í MBL 7. ágúst.

11. og 12. júní 1982
Egoið hitar upp fyrir bresku poppsveitina Human League í Laugardalshöll. Báðar sveitirnar fengu góða umfjöllun dagblaðanna fyrir frammistöðu sína.

20. júlí 1982
var efnt var til rokkhátíðar með helstu nýbylgjusveitum landsins. Hátíðin fór fram á nokkrum stöðum og byrjuðu með tónleikum í Austurbæjarbíói þar sem Ego og Grýlurnar komu fram. Kvöldið eftir léku sömu sveitir á Hótel Borg. Aðrar sveitir sem fram komu undir merkinu Rokkhátíð ’82 voru Vonbrigði, Fræbbblarnir, Purkur Pilnik, Tappi Tígarrass og Q4U.

6. ágúst 1982

Egóið kemur fram á opnunarkvöldi skemmtistaðarsins Villti Tryllti Villi og lokalag þeirra var lagið Reykjavík brennur en það lag kom ekki út fyrr en á þriðju og síðustu plötu sveitarinnar 1984 Frá þessu er sagt í MBL 7. ágúst.

7. ágúst 1982
Komu Egoið ásamt Tappa Tígarrass fram á tónleikum í Laugardalshöll sem upphitunarnúmer fyrir Reggae-sveitina Babatunde Tony Ellis.

10. september 1982
Voru haldnir tónleikar í Laugardalshöll undir heitinu ,,Risarokk í Höllinni“. Meðal sveita voru Baraflokkurinn, Ego, Grýlurnar, Þeyr og Þursaflokkurinn. Rúmlega 3000 manns mættu á tónleikana.

13. september 1982
Birti Þjóðviljinn frétt þess efnis að búið væri að reka Þorleif úr Egoinu og í hans stað kæmi Rúnar Erlingsson fyrrum Utangarðsmaður og Bodies-meðlimur. Síðar kom fram að Bubbi fékk það leiðinlega hlutverk að sjá um brottvikningu Þorleifs.

Hér látum við staðr numið því framundan var ný plata, nýtt prógramm og breytt lisðskipan Egósins. Það má því segja að með brotthvarfi Þolla úr sveitinni hafi sú sveit sem gerði Breyttir tímar horfið af sjónarsviðinu sem slík. Allavega urðu þar kaflaskyl. 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.