Main Header

Á hörðum stól

 

Bubbi - Nýbúinn
Nýbúinn 2001

Lag og texti: Bubbi Morthens

Sitjandi á hörðum stól horfi ég á þig
hlusta á prestinn ræskja sig
rauðbrún kistan klunnaleg, stór
þú farðaður, fölur og mjór.

Sitjandi á hörðum stól
sitjandi á hörðum stól
sitjandi á hörðum stól
horfi ég á þig.

Sitjandi á hörðum stól horfi ég á þig
hlusta á prestinn ræskja sig
ég man svo vel brosið þitt bjarta
sólina í heitu hjarta.


Sitjandi á hörðum stól horfi ég á þig
hlusta á prestinn ræskja sig.
Vinir þínir að týnast inn
kveðja þig kallinn í hinsta sinn.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.