Main Header

Elliheimilisrokk

 

Bubbi - Plágan
Plágan 1981

Lag og texti: Bubbi Morthens

Á sunnudögum dætur og synir
frænkur og frændur
fara á elliheimilin.
Kyssandi og kjassandi
naga þar gömul bein.

Leitandi, spyrjandi
um víxlana, afsölin
ríkisskuldaverðbréfin
hvort það sé ekki ætlað þeim.
Í gegnum móðu dauðans.

skynja þau samt afkvæmin
aldrei áður hafa talað svo hlýlega
syngjandi, blíðlega í traustum tón.

Barnabörnum er mútað
með brjóstsykri og bíóferðum
meðan fjölskyldan tætir og rífur
upp hirslur og skápa
áður en haldið er heim.

Á sömu stofnun, í grafarstað
flögra frænkurnar og frændurnir
líkt og hræfuglar, líkt og hræfuglar
líkt og hræfuglar stað úr stað.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Lagið var fyrst hljóðritað í kassagítarútgáfu fyrir plötuna Ísbjarnarblús (1980). Þá undir heitinu Elliheimilið Hrund, en fékk ekki inn á plötunni. Ein þeirra hljóðritana var síðar gefin út á safnplötunni Sögur 1980-1990 en þar ranglega sagt heita Elliheimilið Grund.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.