Lag: Bubbi Morthens, Rúnar Erlingsson og Magnús Stefánsson,
texti: Bubbi Morthens og Þorlákur Kristinsson
Skuggi dauðans lagðist yfir Chile
fangelsin urðu yfirfull á ný.
Rafmagnslost varð að tískufyrirbæri
er Alliende drápu erlend leiguþý.
Herforingjahundar nauðga þar konum
rotturnar nærast leggöngum í.
Hvar var þá guð og hans eingetni sonur
fóru þeir kannski líka á blóðugt fyllirí?
Sofið, sofið sæl í ykkar draumi
svefni hinna réttlátu í falsaðri trú.
Suður í Chile svikarar í laumi
fótum tróðu réttlætið sjötíu og þrjú.
Lagið má finna á eftirfarandi útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
- Þorlákur Kristinsson - The Boys from Chicago (1983)