Main Header

1981

12. febrúar 1981 var blásið til Stjörnumessu á Hótel Sögu. Utangarðsmenn hlutu verðlaun fyrir vinsælustu plötuna og sem vinsælasta hljómsveitin. Auk þess var Bubbi valinn vinsælasti söngvarinn og vinsælasti textahöfundurinn. Sveitin sjálf tók þó ekki við verðlaununum þar sem hún var með tónleika á Hótel Borg á sama tíma. Utangarðsmenn sögðust reyndar síðar gefa lítið fyrir slíkar uppákomur skallapopparanna og markaðshyggjumanna.
 

20. febrúar 1981 gengu meðlimir Utangarðsmanna í Hljóðrita til upptöku og hljóðrituðu fjögur lög fyrir plötuna 45 rpm. Meðal laga voru Fuglinn er floginn, Júdas frá Ískaríot og We are the Bodies.
  

22. mars 1981 sýndi Ríkissjónvarpið þáttinn Þjóðlíf. Lokaatriði þess þáttar var myndtúlkun á laginu Þorskacharleston. Óhætt er að fullyrða að þetta hafi verið fyrsta myndbandið sem gert var við lag Bubba Morthens.
 

Apríl 1981 kemur 3. tölublað unglingablaðisins Sextán (16) út. Blaðið skartar forsíðumynd af Bubba og er það líklega í fyrsta sinn sem hann kemur á Forsíðu blaðs eða tímarits.

14. apríl 1981 hóf Bubbi upptökur á annarri sólóplötu sinni Plágunni, í Hljóðrita. Meðal laga sem hann tók upp þennan dag voru Segulstöðvarblús og Blús fyrir Ingu. Platan var tekin upp á skömmum tíma, fyrst og fremst vegna anna Utangarðsmanna og undirbúnings fyrir væntanlega hljómleikaferð sveitarinnar erlendis.
 

27. apríl 1981 var platan 45 rpm gefin út. Hún er sex laga og var í sérhönnuðu umslagi. Þessi hönnun hefur gert þau eintök sem haldið hafa upprunalegu útliti að fágætum safngrip.
 

30. apríl 1981 náði plata Utangarðsmanna, 45 rpm, fyrsta sæti á lista Vísis yfir mest seldu plöturnar og sat á topp tíu í fjórar vikur.
 

1. maí 1981 efndu Utangarðsmenn til kveðjutónleika í Háskólabíói, þar sem þeir voru á förum til Skandinavíu í tónleikaferð. Með í för var Einar Örn, umboðsmaður sveitarinnar. Ferðin, sem varð aðeins hálfur mánuður, var hálf endasleppt og gekk ekki vel. Kannski var það fyrst og fremst vegna lélegrar skipulagningar á tónleikahaldi. Þó var gerð tónleikahljóðritun með sveitinni sem síðar var gefin út á plötunni Utangarðsmenn (1994).
 

Maí 1981 var 45 rpm gefin út í Svíþjóð og blöðin segja frá ráðagerð um að sveitin haldi aftur utan til Skandinavíu til tónleikahalds. Sænska útgáfan innihélt jafnmörg lög og sú sem komið hafði út hér heima. Lagavalið var þó annað þar eð öll lög plötunnar voru á ensku. Þá var umslagið nokkuð öðruvísi en á íslensku útgáfunni.
 

24. maí 1981 sendi Steinar hf frá sér safnplötuna Flugur. Platan inniheldur tvö lög Utangarðsmanna, annað þeirra hafði ekki komið út áður - The Big Sleep. Hitt lagið var Rækjureggi í annarri útgáfu og með breyttum texta frá þeirri útgáfu sem finna má á smáskífunni.
 

16. júlí 1981 birti Vísir klausu þess efnis að hljómsveitin Utangarðsmenn væri hætt eða að Bubbi væri hættur með sveitinni og Skandinavíuferðin hafi verið blásin af í miðjum túr vegna ósættis innan sveitarinnar. Meðlimir bandsins reyndu að bera slúðrið til baka og sögðust langt frá því að vera hættir.
 

27. júlí 1981 leit Plágan, önnur sólóplata Bubba, dagsins ljós, rúmum mánuði síðar en upphaflega hafði verið áætlað. Platan er mun rokkaðri en Ísbjarnarblús og þótti hún einnig þyngri að mati gagnrýnenda, en um leið meira í hana lagt og heilsteyptari í alla staði.
 

31. júlí 1981 hreiðraði Plágan um sig í 1. sæti lista Vísis yfir mest seldu plöturnar og sat á topp tíu í 7 vikur.
 

15. ágúst 1981 héldu Utangarðsmenn tónleika í Háskólabíói sem reyndust svanasöngur sveitarinnar. Óhætt er að segja að sveitin hafi sprungið í loft upp, enda álagið búið að vera mikið. Á rúmu einu og hálfu ári lágu að baki þrjár plötur og yfir 300 tónleikar, hérlendis sem erlendis. 
 

ágúst 1981 voru Beggi, bróðir Bubba og Þorleifur, æskufélagi hans (Þolli) byrjaðir að æfa saman í kjallara í vesturbænum.
 

29. ágúst 1981 birti dagblaðið Vísir frétt þess efnis að Bubbi hafi sagt skilið við Utangarðsmenn og að þessu sinni var það staðfest af Bubba í viðtali við blaðið.
 

30. ágúst 1981 endurútgaf Steinar hf plötuna Ísbjarnarblús, en Iðunn hafði annast dreifingu hennar er hún kom fyrst út. Þessa endurútgáfu má þekkja á breyttum plötuhring, sem verið hafði blár á frumútgáfunni.
 

6. september 1981 voru fyrstu tónleikar Jakobs Magnússonar í Íslandsferð sinni um Evrópu. Þessir fyrstu tónleikar voru á Akureyri þann 6. og síðan var ferðast um landið fram til 12. september og þann 13. voru tónleikar í NEFS í Félagsstofnun Stúdenta. Á þessum tónleikum flutti Jakob elektróníska tónlist og Bubbi Morthens sá um að hita upp einn með kassagítarinn.
 

1981ego1September 1981 kíkti Bubbi á æfingu hjá Begga og Þorleifi og ákváðu þeir í kjölfar þess að stofna saman hljómsveit. Bubbi stakk upp á nafninu EGO, þar sem hann var sagður svo mikill Egóisti. Í október sama ár réðu þeir til liðs við sveitina Jóa ,,Mótorhead“ á trommur og Ragnar Sigurðsson (áður í Tívolí) á gítar.
  

10. október 1981 kom Bubbi Morthens ásamt hljómsveitinni Ego fram á Hótel Borg á lokahófi Knattspyrnumanna.
 

20. október 1981 gaf Steinar hf út safngripinn Í upphafi skyldi endirinn skoða. Sú plata  innihélt upptökur með Utangarðsmönnum sem ekki höfðu heyrst áður, auk áður útgefinna laga. Plötunni var misvel tekið enda menn farnir að einblína á hina nýju sveit Bubba, Ego.
  

30. október 1981 náði safnplata með lögum Utangarðsmanna, Í upphafi skyldi endirinn skoða, inn á lista Vísis. Þar sat hún þó aðeins í tvær vikur á topp tíu yfir best seldu plöturnar. Fyrri vikuna náði hún sjöunda sæti en níunda sæti seinni vikuna.
 

Nóvember 1981 hélt Egóið í sína fyrstu tónleikaferð um landið. Skömmu eftir að ferðinni lauk var Bjarni Friðriksson ráðinn hljóðmaður sveitarinnar og sá hann um hljóðið á svo til öllum tónleikum sveitarinnar eftir það.
  

28. nóvember 1981 var Egoið ásamt norsku hljómsveitinni Cut með tónleika í NEFS en sú skammstöfun stóð fyrir Nýefld Félagsstofnun Stúdenta.
 

1. desember 1981 Bubbi var einn þeirra sem fram komu á 1. des hátíð Stúdenta í Háskólabíói.
 

1981121010. desember 1981 Ego nýkomið úr sínum fyrsta landsbyggðartúr og í fínu formi efndu þeir til tónleika á Hótel Borg ásamt Röggu Gísla og hinum stelpunum úr Grýlunum. Á myndinni má sjá meðlimi Egosins á umræddum tónleikum á Borginni (mynd: DV/óþekktur).

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.