Main Header

1993

4. janúar 1993 tilkynnti Bubbi forráðamönnum útgáfufyrirtækisins Steinari hf að hann vildi slíta samstarfi sínu við útgáfuna. DV birti frétt þess efnis 14. janúar. 15. janúar skýrir DV svo frá því að Bubbi eigi í viðræðum við Skífuna um útgáfusamning. Svo virðist sem sagan endurtaki sig þar sem þetta var í annað sinn sem Bubbi sleit samningi við útgáfuna. Það gerði hann og 1984. Sem og þá spunnust um þetta talsverð blaðaskrif og þá mættu þeir Bubbi og Steinar í útvarpsþætti til að skýra hvor sína hlið málsins. Allt virtist stefna í málaferli vegna þessa þar sem Steinar hf. taldi Bubbi skulda útgáfunni uppfyllingu samningsins til að geta sagt honum upp. Þar á meðal enska útgáfu Kúbuplötunnar Von. Bubbi var þessu ósammála og taldi fyrirtækið skulda sér peninga m.a. í formi stefgjalda.
  

27. janúar 1993 Bubbi með tónleika í Seltjarnarneskirkju. Þessir tónleikar voru haldnir til styrktar félagi er var að safna fyrir flygli til handa kirkjunni.

28. janúar 1993 héldu þeir félagar Bubbi og Rúnar Júl.  til Amsterdam í þeim tilgangi að semja efni á næstu skífu GCD. Afraksturinn var að þeirra sögn 15 lög. Af þeim voru svo 12 valin til upptöku.
 

29. janúar 1993 birtist grein á minningarsíðu Morgunblaðsins vegna andláts Védísar Leifsdóttur, sem inniheldur ljóðið Ég minnist þín. Höfundur greinarinnar er Bubbi Morthens. En hann og Védís höfðu þekkst um langt árabil. Ljóðið sem vissulega átti vel við hefur þó manna á meðal verið túlkað sem minning Bubba um móður sína. Þetta ljóð átti Bubbi eftir að syngja inn á plötu nokkru síðar. En Védís þessi átti stóran þátt í að lagið um Gula flamingóann varð til.

199303191. febrúar 1993 hefja GCD meðlimir upptökur plötunnar Svefnvana. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Bubba, Rúnar og Begga ásamt hljóðmanninum Óskari Páli Sveinssyni í hljóðverinu.
 

19. febrúar 1993 í Norðurlandahúsinu í Færeyjum opnað Íslensk menningarvika Þann dag opnaði Tolli, bróðir Bubba málverkasýningu og um kvöldið efndi Bubbi til tónleika.
 

4. mars 1993 byrtist grein eftir Steinar Berg fyrrum útgefanda Bubba undir fyrirsögninni Frelsi til sölu. Augljóst þótti á greinarskrifum Steinar að hann var ósáttur við viðskylnað Bubba frá fyrirtækin.
  

Mars 1993 byrjaði Bubbi að lýsa boxkeppnum á Stöð 2 fyrir Norðurljós síðar varð þetta svo til fastur dagskrárliður á Sýn og sá Bubbi um lýsingar og fékk hann Ómar Ragnarsson í lið með sér þegar svo bar undir.
 

14. mars 1993 sagði Rúnar Júl skilið við hljómsveitina Cuba Líbra að sinni og mætir á Tvo vini og annan í fríi á fyrstu tónleika GCD þetta sumar. Enn og aftur er sveitinni vel fagnað af aðdáendum. 
 

19. mars 1993 lauk GCD upptökum á væntanlegri plötu sem skrifuð var á hljómsveitina GCD og fékk heitið Svefnvana. Að sögn Bubba og Rúnars kláruðust upptökur á aðeins 153 klukkustundum sem þykir ekki mikið fyrir breiðskífu eins og þessa. Var þetta með ráðum gert til að halda ákveðnum hráleika og koma rokkinu sem nánast beint af kúnni til neytandans.
 

6. apríl 1993 var kvikmyndin Stuttur frakki frumsýnd. Fjölmargir íslenskir tónlistamenn koma fram í myndinni. Stór hluti þeirra var myndaður á sögulegum tónleikum í Laugardalshöllinni 16. júní 1992. Á þeim tónleikum kom m.a. Bubbi fram. Hann var þó ekki með á plötunni sem gefin var út með tónlist myndarinnar.
 

10. maí 1993 efndu þeir Bubbi, Megas, KK og Hörður Torfa til tónleika í Borgarleikhúsinu undir fyrirsögninni Þú veist í hjarta þér. Tónleikarnir voru haldnir undir merkjum herstöðvarandstæðinga – Gegn her á íslandi.
 

11. maí 1993 Bubbi og Megas mæta í morgunkaffi á Rás 2 þar sem þeir spila nokkur lög í sitthvoru lagi.
 

1993051212. maí 1993 Bubbi mætir fyrir hádegi í hljóðver til upptöku og þar var meðal annars hljóðritað lagið Afkvæmi hugsanna minna. Sem átti eftir að príða næstu sólóplötu hans. Áætlað var G.C.D. kæmi fram á tónleikum á Gauknum fyrir fullu húsi þetta kvöld, ásamt Nýdanskri og SSSól en aflýsa varð tónleikunum vegna veikinda Bubba. Þetta vakti talsverða óánægu gesta þar sem tilkynning um aflýsingu tónleikana barst seint. (þessi mynd er tekin við upptökur á laginu Það er gott að elska sem finna má á sömu plötu.)
 

14. maí 1993 sendi GCD frá sér plötuna Svefnvana, sem almennt fékk góða dóma, þótti minna á þá rokktónlist sem sveitir eins og Stones, Faces og Cleedence Clearwater Revival hefu þegar sent frá sér. Kannski lýsir fyrirsögn plötugagrýnendans Sveins Guðjónssonar öllum þessum dómum best ,, Aðgengilegt alþýðurokk“. Platan toppaði sölulista Skífunnar strax eftir að hún kom í verslanir og hélt því sæti í þó nokkrar vikur.
 

17. júní 1993 Bubbi Morthens kemur fram í Lækjargötunni á 17. hátíðarhöldunum í Reykjavík og spilar þar m.a. lög af væntanlegri plötu sinni. Um kvöldið var GCD ein þeirra sveita sem einnig lék á sama torgi.
  

1. nóvember 1993 Platan Lífið er ljúft kemur út. Almennt fékk platan góða dóma gagnrýnenda. Platan sem teljast verður ein persónulegasta plata Bubba frá upphafi ferilsins. Sama dag hófst árlegt tónleikahald á landsbygðinni með tónleikum í Borgarnesi og túraði næstu dagana vítt og breitt um landið.
 

5. nóvember 1993 Morgunblaðið birtir lista yfir vinsælustu plöturnar 30. október -6. nóvember og þar er Lífið er ljúft komi í efsta sæti sína fyrstu viku á lista.
 

199310107. október 1993 Bubbi með tónleika í Bifröst, Sauðárkróki, kvöldið eftir í Hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð og Sunnudaginn 10. október var efnt til tónleika á Tveim vinum. Reyndar látum við auglýsingu veitingstaðarins fljóta hér með til gamans því í henni koma fram 13 ára gömul staðreynd. Segið svo að ekki megi vitna í liðna tíma þegar hanna skal góða auglýsingu.
 

6. nóvember 1993 var Bubbi með tónleika á Firðinum í Hafnarfirði. Lífið er lfúft var í kastljósi kvöldsins í bland við eldra efni.
 

9. nóvember 1993 voru haldnir útgáfutónleikar plötunnar Lífið er ljúft í Borgarleikhúsinu. Þar byrjar hann einn með kassagítarinn og svo kom sveitin Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Gulli Briem og Jakob Smári Magnússon. Sérstakir gesti voru þeir Orri Harðarson og Magnús Einarsson.
 

8. desember 1993 Bubbi meðal gesta í þætti Hemma Gunn Á tali hjá Hemma Gunn og flytur lag af plötunni Lífið er ljúft.
 

10. desember 1993 Bubbi áritar plötu sína Lífið er ljúft í Skífunni í Kringlunni.
 

12. desember 1993 Bygjan klukkan 20:30. Þorgeir Ástvaldsson ræðir við Bubba Morthens og á eftir var útvarpað tónleikum Bubba frá 9. nóvember í Borgarleikhúsinu.
 

23. desember 1993 Þorláksmessu tónleikar á Borginni í beinni á Rás 2.
 

24. desember 1993 Fyrri hluti tveggja þátta á Rás 2 í umsjón Lísu Páls um augun í textum Bubba Morthens. Í þáttunum voru teknir fyrir þeir textar Bubba þar sem minnst er á augu í einhverri mynd.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.