Main Header

1996

7. janúar 1996 var Morgunblaðið með ýtarlegt viðtal við Bubba  undir fyrirsögninni: Í draumi sérhvers manns er kona hans falin... Í viðtalinu er farið um víðan völl allt frá áhrifavöldum í tónlistinni, bækur og nýort ljóð Bubba, Bubbi lýsir skoðunn sinni á stöðunnar í íslenskri tónlist almennt og til trúmála.
 

15. febrúar 1996 var Bubbi með tónleika á Hafurbirninum í Grindavík.
 

1996022727. febrúar 1996 mætti Bubbi á nýrri bifreiðarskoðunarstöð á Seltjarnarnesinu og tók nokkur lög við opnun stöðvarinnar. Að sögn viðstaddra sannaði hann að menn þurfa ekki ávalt stóra tónleikastaði með öllu tilheyrandi til að ná til áheyrenda.
 

15. mars 1996 kom Bubbi og tók nokkur lög úr smiðju Hauks Morthens á 80. ára afmæli Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins.
 

16. mars 1996 Boltinn rúllar! - Vímulaust og spennandi - Stórtónleikar í Smáranum. Svo hljóðaði fyrirsögn um tónleika sem Knattspyrnudeild Breiðabliks gekkst fyrir í Smáranum þennan dag. Þar sem fram komu Bubbi, Emilíana Torrini og KK. Þar mættu einnig Papar, Brasssveitin Karnival og stórsveitin Maðurinn sem aldrei sefur, Sérlegur heiðursgestur var Sigfús Halldórsson.
 

3. apríl 1996 var Bubbi með tónleika á Kaffi Royale í Hafrnarfirði.
 

19. apríl 1996 hófst tónleikaferð Bubba um landið með tónleikum í Búðardal. Kvöldið eftir voru tvennir tónleikar á Sauðárkróki. Þá var röðin komin að Bíldudal og svo var haldið áfram dag hvern fram til 5. maí á Akureyri.
 

22. maí 1996 ferðinni haldið áfram, nú í Keflavík, 24. maí var komið að Bæjarbíói í Hafnarfirði og 25. maí mætti Bubbi á Akranesið.
 

199606044. júní 1996 fagnaði Bubbi 40. ára afmæli 6. júní með tónleikum í Borgarleikhúsinu. Honum tilaðstoðar var bassaleikarinn Jakob Smári Magnússon. Fullt út úr dyrum og menn vel með á nótunum. Stöð 2 tók tónleikana upp og unnin var sérstakur þáttur um Bubba og sýndur á Stöð 2.
 

September 1996 eyddi Bubbi að hluta í hljóðrita ljóðaplötuna Hvíta hliðin á svörtu í Stúdíó Sýrlandi ásamt hópi þekktra dajssista.
 

7. september 1996 var Bubbi meðal þeirra sem komu fram á stórdansleik á Hótel Íslandi til styrktar Rúnar Júlíussyni sem þá hafði gengið undir hjartaaðgerð og verið frá vinnu. Yfirskrift tónleikanna var Með stuð í hjarta, en þessi nafngift átti síðar eftir að komast á plötu Rúnars.
 

6. október 1996 hóf Bubbi aftur árlegt tónleikaferðalag sitt og að þessu sinni var bassaleikarinn Þorleifur Guðjónsson með í för. Fystur tónleikarnir voru haldnir í Sindrabæ á Höfn í Hornafirði og kvöldið eftir á Djúpavogi og þann 9. október var komið að Eskfirðingum og svo áfram og áfram.
 

25. október 1996 Platan Allar áttir skýst í 3. sætið yfir mest seldu plöturnar. Vikuna á eftir þ.e. 1. nóvember er hún komin í 2. sætið og nær toppsætinu þriðju vikuna 8. nóvember. Þar er platan í tvær vikur og fer þá hægt og sígandi niður listann.
 

4. nóvember 1996 voru haldnir útgáfutónleikar Bubba í Borgarleikhúsinu þar sem hann var einn með gítarinn. Tónleikarnir voru samkv. auglýsingu festir á filmu.
 

199611088. nóvember 1996 efndi Skífan til afmælisfagnarðar enda fyrirtækið orið 20. ára. Veislan í Óperukjallaranum. Þar kom fram fjöldi listamanna m.a. Bubbi Morthens.
 

1. desember 1996 Stöð 2. sýnir frá afmælistónleikum Bubba sem haldnir höfðu verið í Borgarleikhúsinu 4. júní.
 

12. nóvember 1996 kom út platan Allar áttir, sem unnin var undir áhrifum fortíðarinnar. Á plötunni leitar Bubbi aftur til liðinna daga og nær að töfra fram áhrif frá Utangarðsmannaárunum, Egoinu og svo framvegis.
 

15. nóvember 1996 Bubbi sendir frá sér ljóðaplötuna Hvíta hliðin á svörtu. Útgefandi er Mál og mennning. Óhætt er að fullyrða að þessi plata er einstök í sinni röð. Þegar hún er betur skoðuð má greina að innihaldið er ævisaga Bubba í knöppu ljóðaformi þar sem stiklað er á stóru. Fyrstu ljóðin eru um bernskuminningarnar, þá koma farandverkaárin þar sem fjallað er um verbúðarlífið og síðan tónlistartímabilið.  Og að sjálfsögðu koma dópið og ástin við sögu.
 

23. desember 1996 var komið að arlegum Þorláksmessutónleikum Bubba í beinni á Rás 2. Hótel Borg var heitasti staðurinn þetta kvöld. Bubbi byrjar þessa tónleika á nýju lagi - Þú verður að læra að skríða.  

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.