Main Header

1995

2. febrúar 1995 gaf Skífan út safnplötuna Heyrðu aftur '94. Lítt merkileg plata með 17 smellum ársins 1994, þrátt fyrir að þar sé að finna lagið Sumar konur með Bubba.
 

1995021419. febrúar 1995 mátti sjá í Morgunblaðinu frétt þess efnis að GCD sé snúið aftur. Þar er einnig minnst á að þeir félagar Bubbi og Rúnar hafi brugðið sér til Hollands á dögunum og samið þar efni á væntanlega breiðskífu þeirra félaga. Fram kemur í fréttinni að sveitin sé að hefja upptökur á nýrri plötu í Stúdíó Sýrlandi þar sem þessi mynd var tekin af sveitinni.
 

24. febrúar 1995 Bubbi á tónleikaferð um landið t.d. var hann í Eyjum 23. og 24. febrúar og kvöldið eftir eða 25. febrúar var Bubbi með tónleika á Selfossi. Ætlunin var að ferðast um landið með tónleika milli þess sem GCD ynni næstu plötu sína.
 

9. mars 1995 Bubbi heldur enn áfram tónleikaferð um landið og er t.d. á Mælifelli á Sauðárkróki þetta kvöld, 10, mars í Sæluhúsinu Dalvík og 11. mars í Siskó-húsinum á Ólafsvík.
 

1995031919. mars 1995 Íslensku tónlistarverðlaunin hadlin hátíðleg á Hótel Íslandi. Þar var m.a. Raggi Bjarna heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til Íslenskrar tónlistar. Allar stórstjörnunar voru á svæðinu og á myndinni hér má sjá þau Bubba ásamt Todmobil parinu Andreu Gylfa og Eyþóri Arnalds við þetta tækifæri. Bubbi var tilnefndur sem bæði laga og textahöfundur þetta árið en náði ekki að landa styttu þetta árið.
 

31. mars 1995 Bogomil Font kom sérstaklega til landsins og sló upp tónleikum í Tunglinu og fékk Bubba Morthens og Egill Ólafsson í lið með sér og um undirleik sá Talmasveitinni.
 

7. apríl 1995 Miðnæturskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu þar sem m.a. koma fram þeir félagar Egill Ólafsson, Bubbi Morthens og Bogomil Font. Eftir tónleikana sáu svo Agi Slæ og Tamlasveitin um að spila fyrir dansi. Kvöldið eftir þ.e. 8. apríl koma þeir fram í kostningarsjónvarpi Ríkissjónvarpsins.
 

1995041313. apríl 1995 Rúnar Júlíusson fagnar 50. ára afmæli sínu með viðeigandi hætti. Haldin var stórveisla á Hótel Íslandi. Veislustjóri var enginn annar en Hemmi Gunn og Í veisluna voru flestir þeir mættir sem unnið hafa með Rúnari í gegnum tíðina auk fjölda annara. Eftir að Hljómar höfðu tekið lagið var komið að Björgvini Halldórssyni að stíga á svið. Bubbi og KK stóðust ekki mátið og stukku til að flutt saman Walking on the Railroad. 
 

20. apríl 1995 Bubbi með tónleika á Sauðárkróki og 22. apríl á Tveim vinum í Reykjavík. Svo er áfram ferðast um landið út mánuðinn.
 

1995042323. maí 1995 Íslenski boltinn byrjaði að rúlla og fyrsti leikur KR var á móti HF í Frostaskjólinu þetta kvöld. Bubbi brá sér í hljóðver vikun áður og tók þar upp stuðningslag fyrir KR ásamt ungum KR-ingum og hljómsveitinni Gömlu brýnin. Lagið samdi Bubbi og gaf félginu í tilefni af 95 ára afmæli félagsins. Ætlunin var að lagið yrði síðar gefið út ásamt eldri lögum sem tengdust félaginu. Þá var einnig kynnt nýtt kjörorð félagsins sem sótt var í texta Bubba "Allir sem einn" Á myndinni sem Guðmundr KR Jóhannesson tók má sjá Bubba ásamt ungum KRingum í hljóðverinu.
 

26. maí 1995 GCD hefja sumarvertíðna með tónleikum á Akranesi, kvöldið eftir var sveitin í Njálsbúð.
 

1. júní 1995 Bubbi og Rúnar senda frá sér plötuna Teika. Sama dag gefur knattspyrnufélagið KR út smáskífuna Allir sem einn. Tvö laga hennar eru í flutningi Bubba.  og meira til því Smekkleysa sendi frá sér plötuna Ein stór fjöldkylda sem inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd. Þar á Bubbi lagið Mr. Dylan sem upphaflega kom úr á Ísbjarnarblús 1980.

Að því tilefni efndi sveitin til útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum þetta kvöld. Kvöldið eftir var sveitin á Ýdölum, Hótel Húsavík á Laugardagskvöldið og Miðnæturtónleikum í Sjallanum, Akureyri.
 

25. Júlí 1995 G.C.D. eru meðal þeirra sem koma fram á Hard Rock Café sem fagnaði átta ára afmæli sínu þetta kvöld.
 

1. ágúst 1995 Svalasmellir koma út Lítið um það að segja nema að GCD eiga þar lag.
 

5. ágúst 1995 GCD meðal þeirra sem koma fram á sérstakri verslunarmannahátíð á Hótel Íslandi - undir kjörorðinu Útihátíð á mölinni. Þar komu fram Spaugstofan sem fagnaði 10. ára afmæli sín, Brimkló og margir fl.
 

26. september 1995 Bubbi heldur í eina tónleikaferðin enn um landið og byrjar í La-prilla í Sangerði, kvöldið eftir á Knúdsen, Stykkishólmi 29. á Hótel Kirkjubæjarklaustri. Síðan er bara eins og venjulega haldið áfram kvöld eftir kvöld. En Bubbi hafði þá nýlokið upptökum á næstu plötu sinni.
 

1. október 1995 Ásgeir Óskarsson sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu - Veröldin smá og stór. Þar sem Bubbi ljáir honum röddun í laginu Langt er liðið.
 

10. október 1995 Platan í Skugga Morthens kemur út. Platan inniheldur lög sem Haukur Morthens hafði gert vinsæl á sínum tíma. Bubbi sleppti samt að taka lagið til eru fræ, taldi það lag Hauki einum ætlað.
 

13. nóvember 1995 Demósession í Stúdíó Sýrlandi. Meðal laga sem Bubbi tekur einn með gítarinn má nefna Hann elskar mig ekki, Alla daga, Jesús Pétur..., Jarðaför Bjössa, Þú og ég og Sá sem gaf þér ljósið.
 

14. nóvember 1995 sendi Orri Harðar frá sér plötuna Stóri draumurinn, Þetta var önnur sólóplata Orra og þar kemur Bubbi við sögu í einu laganna. 

1995112828. nóvember 1995 var komið að útgáfutónleikum ársins í Borgarleikhúsinu. Kristín Eysteinsdótiir ásamt sveit hitaði upp. Svo kom aðalnúmer kvöldsins Bubbi og með honum á sviðinu voru Þorleifur Guðjónsson á bassa, Þórir Baldursson á hammond, Guðmundur Pétursson á gítar og Gulli Briem á trommur og slagverk. Í bland við eldra efni flutti Bubbi nokkur lög af nýrri plötu sinni Í skugga Morthens en á þeirri plötu tók hann nokkur lög Hauks frænda. 

7. desember 1995 Ásgeir Óskarsson efnir til útgáfutónleika í Loftkastalanum og er Bubbi meðal þeirra sem koma fram en fjölmargir söngvarar og tónlistarmenn komu að gerð sólóplötu hans Veröld smá og stór. 

13. desember 1995 mátti sjá í Morgunblaðinu frétt þess efnis að Bubbi, Orri Harðar og Kristín Eysteinsdóttir hafi sameinast um að halda sameiginlega tvenna tónleika. Þá fyrri í Sjallanum á Akureyri 13. desember og síðari tónleikarnir yrðu svo í Loftkastalanum 14. desember. 

1995122323. desember 1995 Þorláksmessutónleikar á Hótel Borg. Of pakkað að margra mati. Bubbi er þó í fínu formi og opnar þessa tónleika á Dylanlaginu Ballad of Hollis Brown og í kjölfarið ný og gömul lög. Að venju í beinni útsendingu á Rás 2.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.