Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

1979

Vorið 1979 hóf Bubbi störf í Kassagerð Reykjavíkur og kynntist þeim bræðrum Danny og Mike Pollock, sem síðar stofnuðu með honum hljómsveitina Utangarðsmenn.

17. mars 1979  Bubbi einn margra sem treður upp á Kjarvalsstöðum á tónleikum sem haldnir voru af Herstöðvarandstæðingum, en þá stóð yfir menningarvika á þeirra vegum. Tilefni hennar var að 30. mars 1979 voru liðin 30 ár frá því  Ísland gerðist aðili að Nató.

10. apríl 1979 Rauða verkalýðseiningin efnir til opins fundar á Hótel Borg þar kemur Bubbi fram og syngur.

21. maí 1979 Baráttusamkoma Sameiningar gegn kjaraskerðingu er haldin á Hótel Borg á milli klukkan 3 og 5. Bubbi Morthens kemur þar fram og syngur.

Sumarið 1979 Ákvað Bubbi að gefa út sólóplötu og fór með demótökur til upptökustjóra Tóntækni, Sigurðar Árnasonar, en hljóðverið var í eigu Svarvars Gestssonar er rak hljómplötuútgáfuna SG-hljómplötur. Í kjölfarið hóf Bubbi upptökur á sinni fyrstu sólóplötu sem fékk vinnuheitið Hve þungt er yfir bænum og átti að verða blúsuð kassagítarplata. 

ágúst 1979 Tímaritið Kím kemur út (1.tbl, 1979) Þar er m.a. að finna viðtal við Bubba og birt er ljóðið Ísbjarnarblús eftir hann. Líklega er þar í fyrsta sinn byrtur texti eftir Bubba.

3. nóvember 1979 Bubbi meðal þeirra er koma fram á Landsráðstefnu Félags Herstöðvarandstæðinga í Stúdentakjallarandum.

15. nóvember 1979 Bubbi og Tolli meðal þeirra sem koma fram á fjáröflunarballi Alþýðuflokksins í Reykjavík sem efnt var til á veitingahúsinu Sigtúni.

20. nóvember 1979 Var haldið Vísnakvöld á Hótel Borg. Meðal þeirra sem komu fram var Bubbi Morthens sem söng þar sex lög. þ.á.m. Ísbjarnarblús en sú upptaka varð fyrst til að verða gefin út og kom á kassettu árið eftir. 

29. nóvember 1979 Mætti Bubbi á 5. hæð Útvarpshússins við Skúlagötu til upptöku í fyrsta sinn. Upptaka þessi var gerð fyrir þáttinn Frelsi. Hljóðritað var lagið 1. maí í Malaga og er þetta eina hljóðritun lagsins sem vitað er um. Gerðar voru tvær tökur af laginu og var sú síðari látin gilda þegar laginu var útvarpað. Lagið var síðar gefið út á safnplötunni Sögur 1980-1990 og var það fyrri upptakan sem lenti á plötunni.

guanobandid30. nóvember 1979 Bubbi kom fram á baráttufundi í Vestmannaeyjum ásamt Gúanóbandinu. Sú sveit er skráð fyrsta hljómsveitin sem Bubbi átti sæti í. Hún varð ekki langlíf og lék líklega aðeins þetta kvöld og svo 1. des. Þessi mynd er tekin í Eyjum á umræddum fundi.

1. desember 1979 Var útvarpað á Rás 1 þættinum Frelsi sem gerður var að tilstuðlan 1. des. nefndar Háskólastúdenta. Í þættinum kom Bubbi fram í fyrsta sinn í útvarpi. Þennan sama dag kom hljómsveitin Gúanóbandið fram í Háskólabíói á hátíð stúdenta. Þetta var í annað sinn sem sveitin sté á svið. Hún hafði áður komið fram á afmælishátíð Alþýðuhússins og verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum. Bubbi Morthens var kassagítarleikari sveitarinnar. Gúanóbandið hætti störfum eftir þessa uppákomu. 

19. desember 1979 Efndu Vísnavinir til tónleika á Hótel Borg. Meðal þeirra sem þar komu fram var Bubbi Morthens og átti hann eftir að koma fram undir þeirra merkjum á þó nokkrum tónleikum næstu árin. Þessir tónleikar, eins og margar uppákomur Vísnavina, voru hljóðritaðir og má m.a. finna lög frá þessum tónleikum á 25 ára afmælisútgáfu plötunnar Ísbjarnarblús.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.