Árið 1974 Grunnurinn var lagður að ferlinum með því að spila og syngja hvar sem því var viðkomið. Þetta er árið sem Ísbjarnarblúsinn varð til og síðan hvert lagið og textinn á fætur öðru. Þetta er líka árið sem Bubbi kynntist Megasi. Hér er Bubbi á einhverri verbúðinni (líklega á Hornafirði) á landshornaflakki sínu sem farandverkamaður í maí 1974.