Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Malbik

 

Bubbi - Fingraför
Fingraför 2006

Lag: Bubbi Morthens, texti: Arthur Lundkvist, Þýðing: Magnús Ásgeirsson 

Ég er rjúkandi hörund, heitt og sveitt,
yfir heimsborgarstrætanna kviku breitt,
ég er Malbikið,
kolsvart og þjakað þý,
þolið í lægingu minni.

Forlátið yðar fótaskinni!

Enginn hádegisskúr getur hvítþvegið mig,
- en hafið þið séð mig á regnværu kveldi?
eins og blökkustúlku, sem baðar sig
við bjarmann frá rjóðureldi,
titrandi svart,
blindandi bjart?...
þegar baktýrum vagnanna breyti ég
í blikandi, kvikandi flugnasveima,
… var sú frumskógarnótt ekki furðuleg,
í Fimmtutröð… eða heima?

Í sumarsins glóð ber minn svertingaþef
um sérhverja stórborg á yðar valdi.
Í þögn mína ljúfsára launung ég gref
um léttklædda stúlku undir sólhlífar tjaldi.
Ég gleð mig við laufskuggans ljósbrugðna vef
og líksvalan blæþyt af konunnar faldi.

Ég hrollsvitna köldu við húmskuggans feikn
í hinztu glæðum frá dagsins báli,
er götunnar ljósvitar gefa teikn
á grænu og rauðu tungumáli.
Hér haltrar ei Dauðinn með hóglátu fasi
hampandi ljá og stundarglasi,
- glampandi málmur, hlymjandi hljóð
glymjandi gler
og blóð
yfir brotkös af stáli og líkömum dauðum,
og götunnar blikvitar tjá sín teikn
á tungum grænum og rauðum - - -

Af harðfeigri gleði og örþreyttri ást
af andvökum ræflanna hef ég kynni,
og ég hlera, hvað múgurinn möglar í barm
á morgnana, á leið að vinnu sinni.

Forlátið yðar fótaskinni!

Ég er Malbikið, götunnar glitsvarta húð.
Undir gljáskóm og hjólbörðum þróast mín saga.
Ég er Myrkrið, sem bíður í þreyjandi þögn
undir þys yðar litklæddu daga!

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

  Hér eru lag og ljóð í upprunalegri mynd. Bubbi henti síðar út ljóðinu Malbik og söng texta Tolla; Bústaðir, við þetta lag. 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.