Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens
Tunga þín hringar sig saman
í munni mínum og bíður.
Snákur sem spýtir eitri
snákur sem spýtir eitri
hvar hefur þú verið?
Ég leitaði, langir dimmir gangar
augu þín voru sljó af hassi.
Vorum við kannski dæmdir fangar
langir dimmir gangar.
Bleikir máninn,dimmar nætur
veröldin með okkur grætur.
Fara á fætur eins og ekkert sé
vaða blóð uppí hné.
Mig langar að skríða inní þig
veröldin sem átti að vera okkar er farin.
Leyfðu mér að hverfa aftur til uppruna míns
veröldin sem átti að vera okkar er farin.
Niðri í dalnum stara augun blá
hvað er það sem augun sjá?
Eyddar borgir, brenndan svörð
fölar vofur standa vörð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum