Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens
Í dalnum stynur moldin af þorsta
blómin standa ein og köld.
Fiðrildin öskra tryllt af losta
á heiðinni bíður þokan köld.
Í myrkrinu heyrum við trumburnar kalla
fagurkerar myrkursins biðja um hvít lík.
Fölar verur á vatninu labba
í djúpinu svamla heilög frík.
Skógurinn ilmar af laufi og mosa
grafreitur stórborgar, þar sem við fórum á mis.
Hálfgrafin hús yfir minningum brosa
minningar um stórborg með ys og þys.
Úti í auðninni standa þau hálfgrafin í sandi
þögull hryllingur með ryðguð hlið.
Hér beisluðu þeir atómið og höfðu í haldi
minnismerki um hinn stóra frið.
Yfir fótspor mín blésu heitir vindar
þar til ég gekk inn í dimman skóg.
Hásir tónar menningarsynda
í nóttina músíkin dó, í nóttina músíkin dó.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





