Lag: Ego, texti: Bubbi Morthens
Þar sem þú labbar niður Laugaveginn
í leðurjakkanum með hakakross
skítsama um allt, frá hægri eða vinstri
dreymandi augu, þitt töffarabros.
Þú þykist vera hissa að ég skuli syngja
um atómvopn, glæpina.
Öll tjáning og túlkun um alvörumál
að framtíð sé tjóðruð í kjarnorkubál.
Þú vilt ekki vakna, þú vilt vera í friði,
þú ert eins og útrunninn skiptimiði.
Þú átt þína keðju, rakvélarblað
finnst sem þú hafir meikað það.
Þó ég sé eins og hvert annað skítseyði í hópnum
enginn stjórnmálagúrú með markmið eða völd.
Ég á enga lausn, kannski kirkjan á staðnum
ég er aðeins bölsýnismaður á kjarnorkuöld.
En meðan ég lifi, finn til með öðrum
skal ég berjast gegn kúgun, eiturnöðrum.
Þú getur falið þig í þínum leðurjakka
haldið áfram að leika saklausan krakka.
Lagið má finna á eftirfarandi útgáfum